fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Ofurfyrirsætan opnar sig um líkamlegt ofbeldi fyrrum eiginmanns – Lét andlitið vera til að skemma ekki peningavélina

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2023 12:00

Linda Evangelista

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann vissi að hann átti að láta andlitið á mér í friði, ekki skemma peningavélina skilurðu?“ segir ofurfyrirsætan Linda Evangelista í þriðja þætti nýrrar heimildaþáttaraðar The Super Models sem sýndir eru á Apple TV+.

Þar talar Evangelista sem orðin er 58 ára um líkamlegt ofbeldi sem fyrrum eiginmaður hennar, Gérald Marie, beitti hana í hjónabandi þeirra. Þau giftu sig árið 1987 þegar hún var 22 ára og hann 37 ára.

„Ég losnaði þegar ég var 27 ára og hann leyfði mér að fara með því skilyrði að hann fengi allt. En ég var örugg og ég fékk mitt frelsi,“ segir Evangelista, sem segir það ekki hafa verið auðvelt að brjótast út ofbeldissambandi. „Þetta var ekki spurning um að segja bara: „Ég vil skilnað, sjáumst.“ Það virkar ekki þannig.“ 

Marie og Evangelista

Evangelista var ein af fimm vinsælustu og launahæstu fyrirsætum níunda áratugarins sem urðu allar heimsfrægar. Þættirnir The Super Models fjalla um fjórar þeirra, Naomi Campbell, Cindy Crawford, Christy Turlington og Linda Evangelista, þar sem þær sitja saman og fara yfir feril sinn og líf.  Sú fimmta, Tatjana Patitz, lést úr brjóstakrabbameini í janúar á þessu ári. Fimmmenningarnir eru nefndar sem upprunalegu ofurfyrirsæturnar.

Marie, sem er fyrrverandi yfirmaður Elle fyrirsætuskrifstofunnar og rak evrópskar skrifstofur Elite Model Management, hefur neitað fullyrðingunum harðlega. „Gérald Marie mótmælir harðlega ærumeiðandi og röngum ásökunum á hendur honum. Hann neitar að taka þátt í þessari óheiðarlegu fjölmiðladeilu,“ segir lögfræðingur Marie í yfirlýsingu á miðvikudag.

Árið 2020 var Marie sakaður um að hafa nauðgað mörgum konum, þar á meðal fyrrverandi eiginkonu Mickey Rourke, Carré Otis, á níunda og tíunda áratugnum. Hann var sakaður um kynferðisbrot gegn allavega 15 konum.

„Þegar ég komst að því að hann hafði sært margar, margar, margar konur, brotið gegn mörgum konum … Það braut hjarta mitt,“ segir klökk Evangelista í þættinum. „Þvílíkt hugrekki hjá þessum konum að stíga fram, guð blessi þær. Þær gáfu mér hugrekki til að segja núna frá. Ég myndi elska að sjá réttlætinu fullnægt. Mér þætti vænt um að svona aumingjar hugsi sig tvisvar um og verði hræddir. Og ég myndi elska að konur viti að þær eru ekki einar.

Marie hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og í yfirlýsingum lögmanns hans er sagt að hann hafi aldrei beitt neinn ofbeldi. Franskir ​​saksóknarar lokuðu rannsókninni um ásakananir á hendur Marie í ár sökum fyrningarfrests.

Árið 2005 byrjaði Evangelista í sambandi með franska kaupsýslumanninum François-Henri Pinault. Þau eiga soninn Augustin James Evangelista, fæddan 2006, sama ár og þau slitu sambandi sínu. Pinault hefur verið kvæntur Salma Hayek síðan árið 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika