Bandaríska sjónvarpsstjarnan Holly Madison útskýrir af hverju Hugh Hefner hataði rauðan varalit.
Hugh Hefner var stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins. Hann lést 91 árs að aldri árið 2017.
Madison var kærasta Hefner og bjó í Playboy-setrinu frá 2001 til 2008. Undanfarin ár hefur hún opnað sig um neikvæðar minningar og hryllingin sem átti sér stað í höllinni.
Hún skrifaði bókina Down the Rabbit Hole árið 2015, sem fjallaði um martraðakennt líf hennar sem kærustu Hefner. Hún kom einnig fram í heimildarþáttaröðunum Secrets of Playboy, sem kom út í byrjun árs 2022, og The Playboy Murders, sem komu út í byrjun árs 2023.
Sjá einnig: Skýrir frá hryllingnum í Playboyhöllinni – Fingurnir klipptir af líkinu og tennurnar rifnar úr
Madison var gestur í hlaðvarpsþættinum Ahead of the Curve og spurði stjórnandi þáttarins, Coco Mocoe, af hverju Hefner hafi hatað rauðan varalit.
„Ég held að þetta hafi verið hans leið að stjórna en líka, því þegar ég var glæný var ég stundum með rauðan varalit og hann sagði aldrei neitt, því þegar þú varst nýja stelpan í hópnum þá var alltaf komið vel fram við þig. Ég man ekki hvaðan þessi tilvitnun kemur en einhver sagði; því hærra sett þú ert í sértrúarsöfnuði því verr er komið fram við þig. Ég var stundum með rauðan varalit þegar ég var ný og það var ekki mikið mál fyrr en svona sex mánuðum seinna, þegar ég var flutt inn til hans og var aðalkærastan. Þá fannst honum hann geta öskrað á mig út af þessu.“
Rithöfundurinn segir að hún telji meira liggja þar að baki, en bara stjórnsemi.
„Ég held að hann hafi ekki verið hrifinn af rauðum varalit því þegar hann bjó til hugmyndina um Playboy-kanínuna á sjötta áratugnum þá vildi hann að konurnar virkuðu ungar og ferskar […] Og honum þótti rauður varalitur gera konur eldri og þroskaðri […] Þær litu ekki lengur út fyrir að vera „varla löglegar.““
Hún útskýrir þetta nánar í myndbandinu hér að neðan.
@cocomocoe Watch the @hollymadison interview on YouTube today at 1 pm or listen on podcast Monday morning ❤️🎧 #AheadOfTheCurve #HollyMadison #Podcast #HughHefner ♬ original sound – Coco Mocoe