Breska tónlistarkonan Adele hefur tryllt aðdáendur sína eftir að hafa kallað kærasta sinn, Rich Paul, manninn sinn á tónleikum hennar í Las Vegas á laugardagskvöld.
„Þú getur ekki gifst mér. Ég er gagnkynhneigð elskan mín og maðurinn minn er hér í kvöld,“ sagði Adele við konu í áhorfendahópnum.
Þegar konan svaraði: „Geturðu reynt?“ hló Adele og sagði: „Nei, ég vil ekki reyna. Ég er með Rich. Þú ert skrítin, láttu mig í friði.“
Myndband af samskiptunum var birt á TikTok og eru áhorf á það orðin um hálf milljón. Aðdáendur Adele voru fljótir að grípa orð hennar um eiginmann.
„Eiginmaður hennar??? omgg Adele Paul??? 💗💗💗,“ skrifaði einn. „Nei. stopp. Er mamma gift??” skrifaði annar. Þriðji skrifaði: „Fyrirgefðu frú frú, hvað?“
@adeleslittleloveee adele calls rich, her husband during weekend 27 || the way i made this video yesterday>> @adeleslittleloveee🫶🏻 #adele30 #adele25 #adele21 #adele19 #adele #adele #adeleadkins #adelelaurieblueadkins #adelefans #adelefan #daydreamers #daydreamer #adelesongs #adelesong #songs #song #foryoupage #fypage #foryou #4up #fyp #trending #xyzbca #omgpage #viral #edit #weekendswithadele #adeleslittleloveee #weekend27 #week27 @Adele Access ♬ original sound – adeleslittleloveee🫶🏻
Adele og íþróttaumboðsmaðurinn Rich Paul opinberuðu samband sitt í júlí árið 2021 þegar þau sátu saman á NBA körfuboltaleik. Í viðtali við Rolling Stone tímaritið nokkrum mánuðum seinna dásamaði Adele Paul og sagði hann ótrúlegan og hreinskilinn. Sagði hún að samband þeirra væri það auðveldasta sem hún hefði upplifað þegar kæmi að ástarsamböndum. Ári síðar var Adele farin að bera perulaga demantshring, en í viðtali við tímaritið Elle í ágúst árið 2022 neitaði hún því að þau væru trúlofuð og sagðist hún einfaldlega elska hágæða skartgripi.
Adele á soninn Angelo sem er orðinn tíu ára með fyrrverandi eiginmanni sínum, Simon Konecki, en þau skildu árið 2019 eftir rúmlega þriggja ára hjónaband. Paul á þrjú börn frá fyrra sambandi.
Adele sem er orðin 35 ára segist til í fleiri börn. Í síðasta mánuði sagði hún hreinskilin við áhorfendur á tónleikum sínum í Las Vegas, Weekends With Adele, að hún vildi eignast fleiri börn. „Ég er tilbúin að verða mamma fljótlega aftur,“ sagði hún og sagðist vera tilbúin með lista yfir barnanöfn.
„Mig langar virkilega að verða mamma aftur fljótlega. Þannig að í hvert skipti sem ég sé nafn sem mér líkar, skrifa ég það niður í símann minn.“