Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gekk í það heilaga í gær með unnusta sínum Karl Ferdinand Thorarensen. Erla Björg greinir frá því í stuttri færslu á samfélagsmiðlum að parið, nú hjónin, hafi komið sínum nánustu í opna skjöldu með því ganga í það heilaga. „Dásamleg stund umvafin endalausri ást og kærleika,“ sagði ritstjórinn alsæl með stundina.
Það var undirmaður Erlu Bjargar og hennar nánasti samstarfsfélagi, Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sem gaf parið saman en í fyrra öðlaðist hann réttindi sem athafnastjóri hjá Siðmennt. Honum fórst verkefnið vel úr hendi en Erla Björg þakkaði honum fyrir að hafa stýrt athöfninni á „sinn einstaka og undurfagra hátt.“