fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Fréttastjórinn gifti ritstjóra sinn – „Dásamleg stund umvafin endalausri ást og kærleika“

Fókus
Sunnudaginn 17. september 2023 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar gekk í það heilaga í gær með unnusta sínum Karl Ferdinand Thorarensen. Erla Björg greinir frá því í stuttri færslu á samfélagsmiðlum að parið, nú hjónin,  hafi komið sínum nánustu í opna skjöldu með því ganga í það heilaga. „Dásamleg stund umvafin endalausri ást og kærleika,“ sagði ritstjórinn alsæl með stundina.

Það var undirmaður Erlu Bjargar og hennar nánasti samstarfsfélagi, Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sem gaf parið saman en í fyrra öðlaðist hann réttindi sem athafnastjóri hjá Siðmennt. Honum fórst verkefnið vel úr hendi en Erla Björg þakkaði honum fyrir að hafa stýrt athöfninni á „sinn einstaka og undurfagra hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn