Hinn 23 ára gamli Piers Sawyer gerði óvart allt vitlaust eftir að myndband birtist af honum með allt niður um sig inn á klósetti í flugvél á leiðinni til Ibiza. Myndbandið hafði annar farþegi tekið upp en þar mátti sjá hvar flugþjónn opnaði dyrnar að þessu líka litla baðherbergi og í kjölfarið sást í Sawyer, og ónefnda kona, að athafna sig þar inni. Sawyer var með buxurnar á hælunum en virtist þó óforskammaður og ónefnda konan sömuleiðis sem lyfti höndunum upp til að fagna samförunum og mögulega inngöngu í hámíluklúbbinn svonefnda, þau lokuðu svo hurðinni aftur, farþegum til töluverðar skemmtunar.
Sawyer var þarna líklega nokkuð lukkulegur með sjálfan sig, en það var mamma hans þó ekki.
„Ég var að horfa á breska spjallþáttinn Loose Women og þau voru að tala um myndbandið þar og þá fóru vinir Piers að senda mér myndskeiðið,“ sagði Elaine, móðir Sawyer, í samtali við The Sun.
„Þetta er ekki eitthvað sem mömmur vilja sjá. Maður er meðvitaður um að svona gerist á áfangastað sumarfríinu en ekki að þetta gerist í miðju flugi. En hann er 23 ára einhleypur drengur, á afmælinu sínu, á leiðinni til Ibiza. Þetta er partý flug.“
Sawyer ræddi einnig við The Sun og útskýrði nánar hvað átti sér stað í þessu örlagaríka flugi.
„Þetta bara gerðist eftir langan dag af drykkju. Ég sá þessa stelpu ekki fyrr en við fórum um borð. Hún sat fyrir framan okkur með vinkonu sinni. Hún var 23 ára og sæt. Þær sneru sér við og fóru að spjalla við okkur. Bróðir minn stakk upp á því að við skiptum um sæti svo hún kom og settist hjá mér. Það var líklega svona 40 mínútum eftir að við tókum af stað sem við fengum þessa hugmynd og ákváðum að negla í þetta. Það voru tvær flugfreyjur við klósettin og ég er nokkuð viss um að þær hafi séð okkur fara þangað inn.“
Sawyer tók skýrt fram að hann hafi ekki einu sinni vitað hvað stúlkan hét, og ekki fengið símanúmerið hennar. Engu að síður sé hann nú tengdur henni ævilangt sökum myndbandsins. Flugfélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að parið hafi þurft að ræða við lögreglu þegar þau lentu í Ibiza.