fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Vann 2 milljarða dala – Þetta er það sem heppni vinningshafinn er búinn að eyða í

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. september 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn bandaríski Edwin Castro sem er 31 árs og búsettur í Kaliforníu keypti sér lottómiða á bensínstöð í nóvember í fyrra. Hann var grandalaus um að líf hans hafði gjörbreyst við útdráttinn í Powerball lukkupottinum og það var ekki fyrr en í febrúar sem hann mætti með miðann sinn til að sækja vinninginn, litlar tvær billjónir dala. Um er að ræða stærsta lottóvinning sögunnar og varð Castro milljónamæringur á einni nóttu. Castro gat valið á milli þess að fá alla vinningsupphæðina greidda út á 29 árum eða að fá 997,6 milljónir nú þegar. Hann valdi síðari kostinn.

Edwin Castro vinningshafinn heppni

Sjá einnig: Vann 2 milljarða dollara í lottó – Segist vera brugðið og himinlifandi

Bensínstöðin þar sem Castro keypti miðann.

Það fyrsta sem Castro ákvað að eyða summunni í var fasteign í Hollywood Hills sem hann keypti 1. Mars fyrir 25,5 milljón dala, á meðal nágranna hans eru tónlistarkonan Ariana Grande, leikkonan Dakota Johnson og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel nágranna sína.  

Castro höllin er um 1254 fermetrar á 2400 fermetra lóð og í húsinu má finna meðal annars fimm svefnherbergi, sjö baðherbergi, leikherbergi, vínkjallara, kvikmyndahús, bar, heilsulind og líkamsræktarstofu.

Næst keypti hann annað hús í heimabæ sínum Altadena, Kaliforníu, með útsýni yfir hin glæsilegu San Gabriel fjöll. Heimilið sem byggt var árið 1953 er í japönskum stíl og inniheldur meðal annars fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi, auk sundlaugar og kvikmyndahúss.

Castro þarf að sjálfsögðu bíl til að ferðast milli heimilanna og keypti hann sér vintage hvítan Porsce á 250 þúsund dali.

Í september bætti hann þriðju fasteigninni við fyrir 47 milljónir dala. Líkt og fyrri húsin er nóg pláss, en þar má meðal annars finna sjö svefnherbergi, ellefu baðherbergi, koi tjörn, risastóra sundlaug, fullkomna aðstöðu fyrir plötusnúða, kampavínsherbergi, vínkjallara og heimabíó.

„Eins mikið og ég er í áfalli og á sama tíma himinlifandi yfir að hafa unnið Powerball-pottinn þá er hinn raunverulegi sigurvegari opinbera skólakerfið í Kaliforníu,“ sagði Castro þegar hann vann þann stóra, en tekjur lottósins kenna til opinbera skóla, sem fengu yfir 156 milljónir dala í kjölfar vinningsins.

Castro bjó í tveggja herbergja húsi þegar hann hreppti þann stóra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“
Fókus
Í gær

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn