fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Sopranos-stjarna slær í gegn á OnlyFans – Neitaði bólusetningu vegna COVID-19 og var að missa heimilið

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. september 2023 12:00

Drea de Matteo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Drea de Matteo hlaut frægð fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Sopranos, sem margir telja bestu þáttaröð sem gerð hefur verið, og hlaut hún meðal annars EMMY-verðlaun fyrir hlutverk sitt.

Leikkonan sem orðin er 51 árs gömul selur nú efni á OnlyFans og í viðtali við Fox Digital segir hún að hún hafi staðið uppi atvinnu- og tekjulaus eftir að hafa neitað bólusetningu vegna COVID-19, og í kjölfarið hafi hún stofnað aðgang á Only Fans til að bjarga fjárhag sínum og heimili. 

De Matteo segir í viðtali að umboðsmaður hennar hafi sagt henni upp eftir að hún neitaði bólusetningu, en kröfur voru gerðar um það í Hollywood þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst að allir sem kæmu að framleiðslu sjónvarpsþátta og kvikmynda myndu gangast undir bólusetningu, bera andlitsgrímur og virða fjarlægðarreglur enda oft á tíðum mikið fjármagn undir og tafir vegna veikinda hefðu kostað mikla fjármuni. 

„Fólk á svo erfitt með að trúa því að ég hef aldrei fengið há laun fyrir neitt af þeim störfum sem ég hef unnið,“ segir de Matteo, sem segist næstum hafa misst hús sitt á þessu tímabili.

„Fólk heldur að ég sé gerð úr gulli, og ég er það ekki. Ég hef unnið vinnu eftir vinnu. Og á fyrri árum hafnaði ég fjölda starfa til þess að vera með börnunum mínum vegna þess að pabbi þeirra er mikið á ferðalögum og þess vegna ekki jafnmikið heima,“ segir de Matteo. Hún a tvö börn með tónlistarmanninum og framleiðandanum Shooter Jennings, Eiginmaður hennar er Michael Devin, söngvari og bassaleikari Whitesnake.

Drea de Matteo og Michael Devlin

„Ég býst við að þú getir sagt að ég hafi verið vond stelpa vegna þess að ég fylgdi ekki reglunum fyrir nokkrum árum,“ segir de Matteo við Fox og segist hún aldrei aftur að vera háð reglur yfirmanns, verkfalli eða öðru slíku aftur.

„Ég vissi ekki að þetta þyrfti að breyta lífi mínu, á tímabili þar sem ég hélt að ég gæti farið að slaka á að ég þyrfti að skipta um starfsferil og finna út nýja hluti vegna þess iðnaðurinn sem ég tilheyri lítur á mig sem uppreisnarmann.“

De Matteo segir að hún hefði viljað ganga fyrr til liðs við OnlyFans. „Ég hugsaði með mér: „Allt í lagi, allir eru í nærbuxunum og eru kynþokkafullir á Instagram og ég geri það ekki, en ég get gert það og fengið borgað fyrir það. Hlutirnir hafa breyst á síðustu þremur árum. Börnin mín hafa alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér. Hefði ég vitað að ég gæti unnið heiman frá mér alla ævi.

Ég veit að þetta gæti hljómað brjálæðislega og gæti hljómað sem ég sé frekar löt, en ég er mjög mikill stuðningsmaður heimavinnandi mæðra og kvenna sem virkilega elska að vera heima og að ala upp börnin sín. Ég hef alltaf náð að halda jafnvægi milli vinnunar og heimilisins,“ segir de Matteo sem segist njóta stuðnings fjölskyldu sinnar og að þau líti á hana sem einstakling sem berst fyrir sínu.

de Matteo rukkar 15 dali á mánuði fyrir efni sitt á OnlyFans og segir hún tekjurnar gera fjölskyldu sinni kleift að gera „ákveðna hluti sem við höfum ekki getað gert“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn