Leikkonan Salma Hayek er 57 ára og í hörkuformi. Hún afhjúpar leyndarmálið á bak við útlitið, en það gæti komið mörgum á óvart.
Samkvæmt henni er það ekki mataræði eða hreyfing, heldur hugleiðsla.
„Ég virkilega trúi því. Fólk segir að það sé hreyfing, ég tel það vera hugleiðslu,“ sagði hún í samtali við Entertainment Tonight.
„Þú verður að finna það sem hentar þér. Mér finnst erfitt að stunda líkamsrækt. Mér finnst mjög erfitt að hafa aga í það, en mér finnst ekkert mál að hugleiða.“
Hayek sagði að hún hugleiðir á hverjum degi og taki góðan tíma í að vera í augnablikinu með sér sjálfri.
Leikkonan hefur áður dásamað kraft hugleiðslunnar.
„Ef ég hugleiði ekki í einhvern tíma, gettu hvað? Ekki aðeins virðist ég vera eldri heldur byrjar allt að koma til baka, stífleikinn í hálsinum, í mjöðmunum, ökklunum, ég byrja að brotna niður,“ sagði hún í hlaðvarpsþættinum Let‘s Talk Off Camera í sumar.
„Stundum þegar ég er búin að hugleiða og kem út úr herberginu hefur fólk sagt við mig: „Guð minn góður, þú lítur út fyrir að vera tvítug!““