fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Salma Hayek afhjúpar leyndarmálið á bak við hörkukroppinn

Fókus
Föstudaginn 15. september 2023 16:59

Salma Hayek.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Salma Hayek er 57 ára og í hörkuformi. Hún afhjúpar leyndarmálið á bak við útlitið, en það gæti komið mörgum á óvart.

Samkvæmt henni er það ekki mataræði eða hreyfing, heldur hugleiðsla.

„Ég virkilega trúi því. Fólk segir að það sé hreyfing, ég tel það vera hugleiðslu,“ sagði hún í samtali við Entertainment Tonight.

„Þú verður að finna það sem hentar þér. Mér finnst erfitt að stunda líkamsrækt. Mér finnst mjög erfitt að hafa aga í það, en mér finnst ekkert mál að hugleiða.“

Hayek sagði að hún hugleiðir á hverjum degi og taki góðan tíma í að vera í augnablikinu með sér sjálfri.

Leikkonan hefur áður dásamað kraft hugleiðslunnar.

„Ef ég hugleiði ekki í einhvern tíma, gettu hvað? Ekki aðeins virðist ég vera eldri heldur byrjar allt að koma til baka, stífleikinn í hálsinum, í mjöðmunum, ökklunum, ég byrja að brotna niður,“ sagði hún í hlaðvarpsþættinum Let‘s Talk Off Camera í sumar.

„Stundum þegar ég er búin að hugleiða og kem út úr herberginu hefur fólk sagt við mig: „Guð minn góður, þú lítur út fyrir að vera tvítug!““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyggst láta auðinn renna til góðgerðarmála ekki barna sinna

Hyggst láta auðinn renna til góðgerðarmála ekki barna sinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sat nakin fyrir á sextugsaldri

Sat nakin fyrir á sextugsaldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“