fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Heidi Klum um ráðin sem hún gaf dóttur sinni – Sættu harðri gagnrýni fyrir nærfatamyndatöku

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. september 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Heidi Klum og 19 ára dóttir hennar Leni sættu harðri gagnrýni í fyrra eftir að þær sátu fyrir saman í herferð fyrir nærfataframleiðandann Intimissimi. Þótti mörgum það algjört hneyksli og furðulegt að mæðgur sætu nær naktar fyrir. Mæðgurnar létu gagnrýnisorðin sem vind um eyru blása og sátu aftur fyrir saman í maí á þessu ári fyrir Intimissimi. 

Nýlega deildi Klum með DailyMail þeim ráðum sem hún gaf Leni eftir að dóttirin hóf eigin fyrirsætuferil, sem og ráðunum sem hún hefur gefið yngri börnum sínum. Klum á Leni með ítalska kaupsýslumanninum Flavio Briatore og dótturina Lou og synina Henry og Johan með tónlistarmanninum Seal.

Klum með börnum sínum árið 2017.

Klum segist minna börn sín á að einbeita sér að eigin hamingju og finna sér vinnu sem þau elski að vinna við og trúi að þau geti verið góð í. 

„Ég segi alltaf við þau: „Vertu ánægð með þann sem þú sérð í speglinum.“ Þegar öllu er á botninn hvolft verðurðu að gleðja þig. Finndu eitthvað sem þú elskar að gera. Ég held að það sé ekkert verra en þegar þú þarft að fara og vinna við eitthvað sem þú vilt ekki gera. Hugsaðu þig um og finndu eitthvað sem þú elskar að gera – og líka eitthvað sem þú trúir því að þú getir verið mjög góður í. En fyrir utan það lifum við bara einu sinni, svo við skulum skemmta okkur á meðan við erum hér. Það er það sem ég segi þeim.“

Leni hóf fyrirsætuferilinn aðeins 16 ára gömul árið 2020 þegar hún sat fyrir á forsíðu tímaritsins Vogue Germany með móður sinni.  „Ég er svo stolt af þér. Og ekki vegna þess að þú valdir þessa leið,“ sagði Heidi á Instagram á þeim tíma og deildi myndum bak við tjöldin frá myndatökunni. „Ég veit að það er sama hvaða leið þú ferð, það verður þín eigin. Þú veist alltaf nákvæmlega hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki. Þú ert ekki afrit af mér. Og ég er ánægð fyrir þína hönd að þú getur nú sýnt hver þú ert. Þú ert sjálfsörugg ung kona sem berst fyrir markmiðum sínum. Og enn mikilvægara: þú ert virkilega frábær manneskja með hjartað á réttum stað,“ sagði Klum um dótturina.

Klum segir að Leni hafi lengi langað til að vera fyrirsæta og að fyrsta atvinnutilboðið hennar hafi komið þegar hún var aðeins 12 ára, en hún hafi neytt dóttur sína til að bíða þar til hún yrði eldri. Leni sat síðan ein fyrir á forsíðu Glamour Germany í apríl 2021, sem er vel við hæfi þar sem móðir hennar var fyrsta forsíðustúlka tímaritsins.

Í október árið 2022 sátu þær síðan saman fyrir í herferðinni fyrir  Intimissimi, sem margir hneyksluðust á og sögðu skrýtna og truflandi, og mátti Klum sæta gagnrýni fyrir að sýna barnunga dóttur sína með kynferðislegum hætti.  Á meðal þeirra sem gagnrýndu mæðgurnar var útvarpsmaðurinn Howard Stern sem sagði myndirnar óviðeigandi og ósæmandi.

„Ég horfði á myndirnar og hugsaði: „Þetta er svo óviðeigandi. En þú getur ekki hætt að horfa á þær. Þetta er eins og fantasía karlmanna. Þær eru að kyssast, halda utan um hver aðra og ærlast.“

Leni sagði í viðtali við Page Six að hún væri ánægð með herferðina og hlustaði ekki á neikvæð viðbrögð og gagnrýni. „Ég átti ótrúlegan dag með mömmu. Myndirnar eru frábærar.“

Samantha Brick, dálkahöfundur DailyMail.com, sagði Klum hafa engin siðferðileg mörk og hafi troðið dóttur sinni fram með kynferðislegum hætti í þráhyggju sinni til að fjölga fylgjendum sínum á Instagram.

„Heidi sem fagnaði því að hafa náð 10 milljón fylgjendum á Instagram með því að borða köku úr klofinu á sér hefur greinilega engin siðferðileg mörk sem móðir.“

Leni stundar nám í innanhússhönnun við háskóla í New York á sama tíma og hún sinnir fyrirsætuferlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyggst láta auðinn renna til góðgerðarmála ekki barna sinna

Hyggst láta auðinn renna til góðgerðarmála ekki barna sinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sat nakin fyrir á sextugsaldri

Sat nakin fyrir á sextugsaldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“