fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Sjónvarpskona varð fyrir kynferðisofbeldi í beinni útsendingu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. september 2023 10:10

Skjáskot úr útsendingunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendum var verulega brugðið þegar spænsk fjölmiðlakona varð fyrir kynferðisofbeldi í beinni útsendingu.

Isa Balado var í miðri útsendingu þegar vegfarandi gekk upp að henni og virtist koma við rass hennar og spurði síðan hjá hvaða sjónvarpsstöð hún starfaði.

Balado útskýrði fyrir honum að hún væri að vinna og reyndi að halda áfram að greina frá ráni sem hafði átt sér stað í Madrid.

Fréttaþulurinn í tökuverinu, Nacho Asad, spurði hvort maðurinn hafi káfað á henni, sem hún staðfesti.

Isa Balado.

Asad sagði henni að beina myndavélinni að „heimska manninum.“

Maðurinn sást þá standa við hlið hennar, brosandi og hlæjandi. Hún ákvað að krefja hann svara.

„Eins mikið og þú vilt vita hjá hvaða sjónvarpsstöð ég vinn, þurftirðu í alvöru að káfa á mér? Ég er í beinni útsendingu og ég er í vinnunni,“ sagði hún.

Maðurinn neitaði að hafa snert hana og fór, en áður en hann gekk burt reyndi hann að snerta hár hennar.

Samkvæmt News.com.au var maðurinn handtekinn vegna atviksins.

Maðurinn virtist ekki skammast sín.

Mediaset Espana, fyrirtækið sem á sjónvarpsstöðina, lýsti yfir stuðning við Balado vegna málsins á X, áður Twitter.

Yolanda Díaz, atvinnumálaráðherra og varaforsætisráðherra Spánar, tjáði sig einnig um atvikið og sagði að maðurinn ætti ekki að komast undan refsingu vegna atviksins.

„Það er ofríki karla (s. machismo) sem gerir það að verkum að blaðamenn verða fyrir kynferðisofbeldi eins og þessu, og árásarmennirnir eru iðrunarlausir fyrir framan myndavélina,“ skrifaði hún á X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn