Söngkonan Pink fagnaði 44 ára afmæli sínu um helgina og rigndi yfir hana kveðjum frá aðdáendum. Ekki voru þó allar kveðjurnar fallegar, en nafnlaus notandi nýtti sér færið og birti mynd af uppstandaranum Suzy Izzard, sem er trans kona, til að skjóta á útlit Pink.
Söngkonan var þó að vanda með munninn fyrir neðan nefið og lét þetta fordómafulla skot ekki á sig fá. Hún svaraði nettröllinu fullum hálsi.
„Þakka þér kærlega. Ég sýndi 12 ára dóttur minni athugasemdina þína. Ég útskýrði fyrir henni að ég hafi aldrei hitt þig, ég þekki þig ekki, og ég hef enga hugmynd hvers vegna þú myndir leggja það á þig að vera svona hatursfullur. Þetta var góð kennslustund um fáfræði. Takk fyrir þetta. Ég þekki þig samt ekki. Til lukku. Þú ert ómerkilegur“
Söngkonan bætti svo við: „Það sem mikilvægara er, þetta er svo mikil sóun á góðu tækifæri. Það eru svo margar myndir sem þú hefðir getað valið sem eru í raun og veru af mér þar sem ég lít verr út en konan á þessari mynd, nafnlausa ógeðið þitt. Reyndu að vera aðeins meira frumlegur næst fáviti.“
Pink hefur barist harðlega gegn einelti og birtingarmyndum þess í raunheimum sem og á netinu. Hún útskýrði að hún hafi ákveðið að svara þessi nettrölli til að sýna börnum, þá einkum sínum eigin, að flestir lenda í því að það sé illa komið fram við þá. „Ég sýni þeim þetta því þau þekkja mig, og þau vita að sjálfsálit mitt byggir ekki á skoðunum annarra. Það byggist ekki heldur á því hversu marga miða ég sel á tónleika. Það góða og það slæma, skiptir engu því ég elska sjálfa mig.“
Thank you so much.
I just showed my 12 year old daughter your post.
I explained to her that I’ve never met you, I don’t know you, and I have no idea why you would go out of your way to be hateful.
It was a good lesson in ignorance.
Thank you. I still don’t know you. Congrats.… https://t.co/QTA4QNxA87— P!nk (@Pink) September 12, 2023