fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Stendur í skilnaði og slær sér upp með húshjálpinni sem er á sakaskrá – Vinir hennar vita ekki sitt rjúkandi ráð

Fókus
Miðvikudaginn 13. september 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blekið er varla þornað á pappírunum sem Sam Asghari skilaði inn þegar hann óskaði eftir skilnaði frá eiginkonu sinni til eins árs, söngkonunni Britney Spears. Engu að síður eru strax farnar að heyrast sögur þess efnis að Britney sé farin að slá sér upp, og mun vinum hennar hreint ekkert lítast á blikuna.

Samkvæmt heimildum ET er Britney að hitta Paul Richard Soliz, en vinir söngkonunnar telja að ekki sé um skynsamlegt samband að ræða. „Hann er ekki góður fyrir hana“ segja vinirnir sem hafa reynt að setja söngkonunni fótinn fyrir dyrnar. Britney mun þó vera mjög hrifin þar sem að Paul þessi verndi hana og hún finni fyrir öryggi. Þetta sé að hjálpa henni að komast í gegnum skilnaðinn.

Aðeins liðu örfáar vikur frá því að Sam sótti um skilnað þar til sást til Britney og Paul, en Paul þessi starfaði áður við heimilisþrif heima hjá stjörnunni. Þau voru mynduð af paparazza ljósmyndurum í Los Angeles sem varð til þess að slúðurmiðlar fóru að grafast fyrir um fortíð þessa nýja manns og komust að því að hann eigi nokkurn brotaferil að baki.

Árið 2004 var hann sakfelldur fyrir fíkniefnabrot, en mikið magn af amfetamíni fannst á honum sem var ætlað til dreifingar. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Svo árið 2019 var hann handtekinn fyrir óspektir á almannafæri og eyddi tveimur dögum í fangelsi áður en honum var sleppt skilorðsbundið. Í desember 2020 var hann handtekinn fyrir brot gegn vopnalögum þegar skotvopn fannst í fórum hans sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Hann afplánaði þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir það brot fyrr á þessu ári. Hann þurfti svo að mæta fyrir dóm á mánudaginn í þessari viku vegna meints brots gegn skilorði.

Paul ræddi við Us Weekly á mánudaginn þar sem hann sagðist vera að reyna að komast á beinu brautina og bæta mannorð sitt.

„Ég er ekki vondur gaur. Ég skil að ýmislegt hefur verið sagt um mig í gegnum tíðina og ég er með sakaferil – ég skil umræðuna. Ég er vinnandi maður. Ég rek mitt eigið fyrirtæki, tek að mér verktakastörf þar sem ég leg flísar.“

Paul segir að Britney sé góð manneskja og Sam Asghari sömuleiðis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“
Fókus
Í gær

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn