Söngkonan Olivia Rodrigo flutti lögin „vampire“ og „get him back“ á VMA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.
Í miðjum flutning á „vampire“ fór sviðsmyndin skyndilega að hrynja og kom starfsmaður hlaupandi og fylgdi söngkonunni af sviði.
Olivia Rodrigo performs „Vampire“ from her sophomore album GUTS at the 2023 #VMAs pic.twitter.com/qJLxwD4qht
— The Hollywood Reporter (@THR) September 13, 2023
Áhorfendur virtust hafa miklar áhyggjur, eins og sjá mátti á svip söng- og leikkonunnar Selenu Gomez.
Hins vegar var ekki um slys að ræða heldur var þetta allt hluti af sýningunni.
Flutningurinn átti að svipa til tónlistarmyndbandsins fyrir lagið. Söngkonan kom aftur á sviðið og flutti lagið „get him back“.
Horfðu á allt atriðið í heild sinni hér að neðan.