Í gær greindi DV frá því að ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir er komin með kærasta. Sá heppni er Þórður Daníel sem er eigandi Icestore.bg.
Sjá einnig: Ásdís Rán komin með kærasta
Fréttin vakti mikla athygli enda Ísdrottningin vel þekkt og dáð af mörgum. Á meðal þeirra sem deildu frétt DV var Glúmur Baldvinsson stjórnmála- og hagfræðingur.
„Þessi tíðindi eru mér mikill harmur. Ég taldi Ásdísi Rán hafa setið í mínum festum síðustu þrjá áratugi og taldi hana bíða mín á meðan ég hlypi af mér hornin. En nú reynist ég fíflaður. Rýtingur í bakið. Og þá eru kostirnir tveir. Annars vegar að safna liði og hefna eður hins vegar að taka þessu sem hverju öðru hundsbiti og af vestfirskri stó og karlmennsku og herja á önnur óþekkt yngri mið,“ segir Glúmur.
Færslan vakti kátínu meðal vina Glúms, sem bætti við nokkru síðar í athugasemd: „Ég vil taka það fram fyrir viðkvæma að Ásdís Rán er vinkona mín og þetta bara grágrettilegt skens.“
Ásdís Rán svarar síðan Glúmi nú í morgun með gamansömum hætti: „I feel your pain elskan, þú nærð þessu í lokin..!“