fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fókus

Gleypti óvart AirPodsið sitt – Ruglaðist á því og vítamínum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. september 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tanna Barker átti ekki sjö daga sæla nýlega þegar hún ruglaðist á vítamínunum sínum og AirPods og gleypti það síðarnefnda. Barker er búsett í Utah í Bandaríkjunum og var hún að tala við vinkonu sína þegar hún mundi að hún átti eftir að taka vítamínin sín.

Því miður fyrir hana þá var hún með AirPods í lófanum um leið og hún setti vítamínin í lófann. Maður gæti spurt hvernig í ósköpunum er hægt að ruglast á vítamínpillum og AirPodsinu, en Barker útskýrði það með því að áður hefðu nokkrar vítamínpillur fests saman og því verið óvenjulegar í laginu.

Eftir að Barker var búin að gleypa að því að hún taldi vítamínin áttaði hún sig á að það var eitthvað sem var ekki í lagi, en hélt að pillurnar hefðu bara fests í hálsi hennar og fékk sér því meira vatn að drekka til að reyna að kyngja töflunum. Sem betur fer bar hún engan skaða af þessum ruglingi og hefur síðan bara gert létt grín að atvikinu.

Í myndbandi sem hún birti á TikTok segir Barker: „Ég ætla að vera mjög hreinskilin núna. Í morgun lenti ég í atviki sem ég er enn að jafna mig á. Í morgun var ég í göngu og hitti vinkonu mína sem ég hef ekki séð í eitt ár. Við höfðum um margt að ræða. Hún var að segja mér frá hvað hefði gengið á í lífi hennar, mikið búið að gerast og margt í gangi. Þegar við vorum hálfnaðar á göngunni ákvað ég að taka vítamínin mín. Ég skellti þeim í lófann og upp í mig, fékk mér vatnssopa og fann síðan að pillurnar voru fastar í hálsinun á mér. Ég fékk mér meira að að drekka, hélt áfram að tala við vinkonu mína og ætlaði svo að ná í AirPodsin mín. Og átta mig þá að ég er enn með pillur í lófanum og hafði gleypt AirPodsið mitt.“

@tannasellsutah 🤯OH MY GOOOOOOOSH!!!! You have to watch this! So embarrassing!!! #istillcantbelieveit #whatinthelivingheck #thistooshallpass #whatthe #iamshook #getoutofmybelly ♬ original sound – IamNanaTanna

Segist hún hafa hafa rætt atvikið við vini sína og lækni og allir ráðleggi það sama og hún segist ætla að fara eftir ráðum þeirra.

„Ég veit ekki hvort aðrir hafa lent í þessu. Þetta er frekar vandræðalegt. En ég gerði það og við sjáum hvað gerist. En það jákvæða er að ég á ennþá hægra AirPodsið.“

Barker var ráðlagt að bíða bara eftir að hinn myndi skila sér með náttúrulegum hætti, spurning hvort hann muni enn virka?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Staðfestu orðróminn með kossi

Staðfestu orðróminn með kossi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hún er alltaf ber að ofan og segir það „þaulskipulagt“

Útskýrir af hverju hún er alltaf ber að ofan og segir það „þaulskipulagt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Friends þátturinn sem var breytt vegna 9/11 hryðjuverkaárásanna

Friends þátturinn sem var breytt vegna 9/11 hryðjuverkaárásanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan opnar sig um líkamlegt ofbeldi fyrrum eiginmanns – Lét andlitið vera til að skemma ekki peningavélina

Ofurfyrirsætan opnar sig um líkamlegt ofbeldi fyrrum eiginmanns – Lét andlitið vera til að skemma ekki peningavélina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Berglind opnar vefmiðill fyrir konur – Nefndur eftir eyjunni þar sem hún giftist sjálfri sér

Berglind opnar vefmiðill fyrir konur – Nefndur eftir eyjunni þar sem hún giftist sjálfri sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásökunum um kynferðisbrot fjölgar – Stakk upp á að 15 ára stúlka héldi kynlífsþematengt afmæli

Ásökunum um kynferðisbrot fjölgar – Stakk upp á að 15 ára stúlka héldi kynlífsþematengt afmæli