fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Fókus

Friðrik Ómar og Svavar Viðarsson með nýtt lag

Fókus
Föstudaginn 9. júní 2023 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin getur verið allskonar, birst í öllum formum og myndum og ekki síst getur sterk tenging myndast með skrifuðum orðum.

Það á svo sannarlega við sögu lagsins Orðin mín sem tónlistarmennirnir Svavar Viðarsson og Friðrik Ómar gáfu út nú á dögunum.

Orðin mín fjallar um tvo einstaklinga sem að eru að kynnast og tengjast sterkum böndum en hafa aðeins möguleika á samskiptum með skrifuðum orðum.

Þá er svo mikilvægt að hlusta á innri röddina, þessa sterku tilfinningu sem segir svo margt og láta hjartað alltaf ráða för og ekki streitast á móti þar sem lífið er of stutt til annars.

Lagið kemur inn á mikilvægi þess að treysta innsæinu og trúa á ástina en einnig fylgja hugsanir um hvaða ólíku stefnu lífið taki ef maður beygir til hægri eða vinstri.

Það má svo sannarlega segja að margir séu forvitnir um hvern sagan fjallar og hvert hún leiðir en hægt er að hlusta á lagið „Orðin mín“ hér og leyfa huganum að reika um söguþráð lagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Flúrhátíð til heiðurs Fjölni

Flúrhátíð til heiðurs Fjölni
Fókus
Í gær

Bó Halldórs og fjölskylda kvöddu loðinn ástvin – „Góða nótt elsku engill“

Bó Halldórs og fjölskylda kvöddu loðinn ástvin – „Góða nótt elsku engill“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið að berjast fyrir lífi mínu í 40 ár“

„Ég hef verið að berjast fyrir lífi mínu í 40 ár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Minnstu miðbæjareignirnar á markaðinum í dag

Minnstu miðbæjareignirnar á markaðinum í dag