fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fókus

Metsöluhöfundur setti netheima á hliðina með einföldu ráði

Fókus
Fimmtudaginn 8. júní 2023 22:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Metsöluhöfundurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Mel Robbins setti allt á hliðina eftir að hún deildi áhugaverðri aðferð sem hún beitir í lífinu til sleppa takinu af því sem þú hefur ekki stjórn á.

Robbins þykir sérfræðingur í hvatningu og sjálfsöryggi, en hún opnaði sig á Instagram um hugafar sem hún hefur tileinkað sér í lífinu, sem hafi breytt lífi hennar til hins betra.

„Ég heyrði af nokkru sem kallast „leyfðu þeim“ kenningin. Ég dýrka þetta,“ sagði Robbins í myndbandi sem hún deildi.

Ekki neyða fólk til að vera það sem þú vilt að það sé

Kenningin er ekki flókin heldur.

„Ef vinir þínir eru ekki að bjóða þér út í bröns um helgina, leyfðu þeim það. Ef manneskjan sem þú ert skotin í hefur ekki áhuga á skuldbindingu, leyfðu þeim það. Ef börnin þín vilja ekki fara á fætur og fara með þér að gera eitthvað í vikunni, leyfðu þeim það. “

Robbins útskýrir að við eyðum alltof miklum tíma og fyrirhöfn í að reyna að þvinga aðra til að mæta væntingum okkar.

„Ekki reyna að neyða þau til að breytast. Leyfðu þeim að vera þau sjálf, því þau eru að sýna þér hver þau eru. Leyfðu þeim það bara. Og svo færð þú að ákveða hvað þú vilt gera næst.“

Þetta eigi einkum við í tilfellum þar sem maki eða vinir eru ekki til staðar fyrir þig eins og þú vilt að þau séu.

„Hættu að sóa orkunni þinni í að reyna að fá annað fólk til að mæta ÞÍNUM væntingum.“

Þetta einfalda ráð virðist höfða til margra, en tæplega 20 milljónir manna hafa horft á myndbandið síðan það birtist um miðjan maí og hafa þúsundir athugasemda borist.

„Þetta hefur alltaf verið gullna reglna,“ skrifaði einn.

„Já! Við eigum að bæði laða að og hrinda frá okkur fólki svo við getum fundið okkar manneskjur. Það þjónar engum tilgangi að reyna að troða fólki í eitthvað mót sem þú hefur búið til fyrir þau. Leyfðu fólki að vera það sjálft og sjáðu hvort það henti þér,“ skrifar annar.

„Já þetta sjónarhorn breytti lífi mínu,“ skrifar enn einn.

Virkar í flestum aðstæðum

Þessi áhugi á myndbandinu fór ekki framhjá Robbins sem helgaði umræðuefninu heilan þátt af hlaðvarpi sínu.

„Það sem gerist þegar þú tileinkar þér „leyfðu þeim“ kenninguna er að þú getur staðið sjálfan þig að verki þegar þú ert að stjórna fólki án þess að þurfa þess. Þú getur þannig komist að afslappaðri og friðsamari stað í lífinu í staðinn fyrir að leyfa tilfinningum þínum að koma þér í ójafnvægi. Ég hef nota þetta í svo mörgum aðstæðum í lífinu, að ég hef ekki tölu á því í dag.“

Robbins nefndi sem dæmi að nýlega hafi hún reynt að skipta sér að þegar sonur hennar á unglingsaldri og vinir hans ákváðu að borða á litlum veitingastað með takmarkað sætapláss. Hún taldi þetta ekki skynsamlegt og auk þess var hellirigning og drengirnir á leið á ball í skólanum.

En hún greip sig áður en hún fór að ráðskast með soninn og ákvað meðvitað að leyfa strákunum að gera það sem þeir vildu. Þeir myndu þá læra af reynslunni ef allt færi á versta veg.

Þrjár undantekningar

Þessi aðferð virki í flestum tilvikum þegar maður finnur fyrir þörfinni að stjórna aðstæðum eða öðru fólki. En hins vegar séu þrjú undantekningar tilvik þar sem ekki sé hægt að styðjast við kenninguna.

„Ef einhver er að gera eitthvað hættulegt, eða þeir eru að mismuna þér [eða einhverjum öðrum], ekki leyfa eim að gera það. Þá er ekki tíminn til að sleppa árunum og fara með straumnum.“

Eins sé ekki hægt að beita þessari aðferð þegar kemur að því að standa fyrir sínum eigin réttindum eða þegar maður er að sækjast eftir einhverju. Til dæmis í launaviðtali – þá ætti maður ekki að leyfa vinnuveitandanum að komast upp með það sem hann vill.

Svo að sjálfsögðu eigi fólk ekki að leyfa öðrum að fara yfir mörk sín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þrumuguðinn Þór staddur á landinu – „Lítið íslenskt ævintýri með stelpunni minni“

Þrumuguðinn Þór staddur á landinu – „Lítið íslenskt ævintýri með stelpunni minni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Dua Lipa trylltir yfir nýju hlutverki hennar

Aðdáendur Dua Lipa trylltir yfir nýju hlutverki hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband Brynhildar um kærastann fengið um 500 þúsund „likes“

Myndband Brynhildar um kærastann fengið um 500 þúsund „likes“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnea fékk nóg af Birgittu – „Það eru fleiri í þessum heimi“

Magnea fékk nóg af Birgittu – „Það eru fleiri í þessum heimi“