fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Segir þau hafa átt í leynilegu ástarsambandi á tökustað

Fókus
Miðvikudaginn 7. júní 2023 11:29

Elliot Page og Olivia Thirlby.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Elliot Page segir að hann og meðleikkona hans, Olivia Thirlby, hafi átt í leynilegu ástarsambandi á tökustað kvikmyndarinnar Juno, sem kom út árið 2007.

Elliot lék aðalhlutverkið, Juno MacGuff, og Olivia Thirlby lék bestu vinkonu Juno.

„Það sló mig alveg út af laginu, augnablikið sem ég sá Oliviu Thirlby í fyrsta sinn,“ skrifar leikarinn í nýju sjálfsævisögu sinni, Pageboy.

Elliot segir að þó hann og Olivia hafi verið jafngömul þá fannst honum leikkonan hafa verið „miklu eldri, klárri og hæfari.“

„Kynferðislega opin, á svo allt öðrum stað en ég var á þeim tíma. En neistinn var áþreifanlegur, ég dróst að henni.“

Skjáskot úr Juno.

Leikarinn segir að þau hafi byrjað að eyða miklum tíma saman og eitt kvöldið voru þau inni á hótelherbergi Oliviu. „Hún horfði beint á mig og sagði hreint út: „Ég laðast mjög mikið að þér,““ skrifar hann í bókinni.

Elliot sagði að honum liði eins, og þar með hófst ástarsamband þeirra.

„Löngun mín í hana var alltumlykjandi. Hún lét mér líða eins og mér hafði aldrei liðið áður. Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem einhver lét mig fá fullnægingu, fyrsta sinn sem ég gat opnað mig,“ segir hann um samband þeirra.

Hann segir að þau hafi byrjað að stunda kynlíf allan liðlangan daginn og út um allt.

Elliot tilkynnti að hann væri trans í desember 2020. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Juno og Inception og hefur einnig slegið í gegn í Netflix-þáttunum Umbarella Academy.

Olivia kom út úr skápnum sem tvíkynhneigð árið 2011. Hún hefur verið gift leikaranum Jacques Pienaar síðan árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans
Fókus
Í gær

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer
Fókus
Í gær

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa
Fókus
Í gær

Dóttir Ásu og Andrésar fædd

Dóttir Ásu og Andrésar fædd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club