fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Blind söngkona fékk standandi lófaklapp – Sjáðu atriðið sem heillaði harðjaxlinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. júní 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að þú sért sú besta sem við höfum verið með í þættinum,“ hvíslaði dómarinn Simon Cowell í eyra hinnar 17 ára gömlu Putri þegar hann steig upp á svið til að samgleðjast henni.

Putri sem er frá Indónesíu sagði ferðina sína fyrstu ferð til Bandaríkjanna og að hafa dreymt um það í mörg ár að komast einn daginn inn í Juilliard tónlistarskólann. „Ég veit ekki hvort að þetta mun hafa áhrif,“ sagði Cowell áður en hann ýtti á Gullna hnappinn eftir að Putri hafði tekið eigið lag. Bað Cowell hana síða um að taka annað lag, eitthvað sem keppendur þáttarins fá sjaldan að gera í áheyrnarprufum. Lagið sem hún tók var lag Elton John, Sorry Seems To be The Hardest Word. Fékk Putri standandi lófaklapp fyrir frá salnum og dómurum. 

„Þú ert 17 ára. Þú skrifar lög, þú ert með einstaka og sérstaka rödd. Og ég meina það, virkilega, virkilega góð. Þú ert með útgeislun.“

Putri var himinlifandi og hoppaði upp og niður af gleði, meðan foreldrar hennar hlupu upp á svið til að samgleðjast henni. „Þú hefur látið drauma mína rætast,“ sagði Putri við Cowell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég vil ekki vera eitthvað fórnarlamb í þessu viðtali, ég hef sjálf beitt andlegu ofbeldi“

„Ég vil ekki vera eitthvað fórnarlamb í þessu viðtali, ég hef sjálf beitt andlegu ofbeldi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Taka átti Davíð af foreldrum hans af því honum gekk illa að lesa

Taka átti Davíð af foreldrum hans af því honum gekk illa að lesa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórarinn fær bót meina sinna á svörtum markaði

Þórarinn fær bót meina sinna á svörtum markaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í stóra framhjáhaldsskandal morgunsjónvarpsins – Sögð brjáluð yfir að fyrrverandi makar þeirra séu nú saman

Nýjar vendingar í stóra framhjáhaldsskandal morgunsjónvarpsins – Sögð brjáluð yfir að fyrrverandi makar þeirra séu nú saman