fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Fókus

Svarar fyrir umdeilda athugasemd um móður sína – Getur „ekki beðið“ eftir að hún deyi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. júní 2023 13:29

Drew Barrymore og móðir hennar Jaid.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og spjallþáttastjórnandinn Drew Barrymore lét ummæli falla um móður sína sem hún segir hafa verið misskilin.

Í samtali við New York Magazine opnaði Drew sig um samband hennar við móður sína, Jaid Barrymore, og erfiða æsku. Hún sagðist öfunda vini sína sem áttu svipaða æsku en tókst að vinna úr áföllum sínum eftir að mæður þeirra féllu frá.

„Mömmur þeirra eru farnar en ekki mamma mín. Og ég er alveg: „Jæja, ég hef ekki þennan lúxus.“ En ég get ekki beðið,“ sagði hún.

„Ég vil ekki lifa þannig lífi að ég vona að einhver fari fyrr en þeim er ætlað, bara svo ég geti vaxið sem manneskja. Ég vil að hún sé hamingjusöm og heilbrigð. En ég þarf að fokking vaxa þrátt fyrir tilveru hennar á þessari jörð.“

Móðir Drew fór með hana í partý þrátt fyrir ungan aldur og þegar leikkonan var 12 ára fór hún í meðferð.

Drew, 48 ára, byrjaði ung að leika og var fræg barnastjarna. Jaid var umboðsmaður hennar og fór með hana í partý í Hollywood og á klúbba eins og Studio 54. Unga leikkonan ánetjaðist fíkniefnum og var 12 ára þegar hún fór fyrst í meðferð. Þegar hún var 13 ára vistaði móðir hennar hana inn á geðdeild í eitt og hálft ár.

„Ég fór á skemmtistaði, fór ekki í skólann, stal bílnum hennar mömmu og ég var stjórnlaus. Stundum var það bara þannig, og stundum var ég svo reið að ég missti mig og var síðan hent inn í [bólstraða herbergið],“ sagði Drew við Howard Stern árið 2021. Hún var látin dúsa í herberginu í marga klukkutíma á meðan hún „jafnaði sig“, stundum með hendurnar bundnar fyrir aftan bak.

„Ég held að [mamma] hafi búið til skrímsli og ekki vitað hvað hún ætti að gera við það,“ sagði hún.

Þegar leikkonan var 14 ára losnaði hún undan forræði foreldra sinna (e. emancipated).

Mæðgurnar.

Drew tjáði sig um viðtalið á Instagram í gær og bað fólk um að taka ekki orð hennar úr samhengi. „Ég sagði aldrei að ég vildi óska þess að mamma mín væri dáin. Ég hef aldrei sagt það og myndi aldrei segja það,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill og Hugi koma Birgittu Líf og Enok til varnar – „Er ekki hluti af þessu fólki öfundsjúkt?“

Simmi Vill og Hugi koma Birgittu Líf og Enok til varnar – „Er ekki hluti af þessu fólki öfundsjúkt?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjórfætti félagi Alexöndru Helgu og Gylfa missti auga

Fjórfætti félagi Alexöndru Helgu og Gylfa missti auga