fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Fókus

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni

Fókus
Þriðjudaginn 6. júní 2023 11:29

Sharon Stone sló í gegn í Basic Instinct árið 1992.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sharon Stone var mjög eftirsótt leikkona og vinsælt kyntákn í Hollywood á tíunda áratugnum. Hún hefur unnið til ótal verðlauna, meðal annars Golden Globe og Emmy verðlauna, en það hefur farið lítið fyrir henni undanfarna tvo áratugi. Hún segir að Hollywood hafi hafnað henni eftir að hún fékk heilablóðfall árið 2001.

Stone opnaði sig um veikindi sín og viðbrögð Hollywood í ræðu fyrir Raising Our Voices. The Hollywood Reporter greinir frá.

„Ég fékk heilablóðfall árið 2001, líkurnar á að ég myndi lifa af voru 1 prósent. Ég var með heilablæðingu í níu daga og það tók mig sjö ár að jafna mig og ég hef ekki fengið vinnu síðan,“ sagði hún.

„Samningurinn minn breyttist, ég get ekki unnið meira en fjórtán tíma á dag. Þegar þetta gerðist fyrst þá vildi ég ekki segja neinum því eins og þið vitið, ef eitthvað er að þér þá ertu ekki lengur með. Eitthvað gerðist fyrir mig og ég er ekki lengur með, ég hef ekki verið með í tuttugu ár.“

„Ég vil segja ykkur að þetta var sárt, það var sárt að fá útborgað. Það var sárt að rífast við yfirmenn framleiðslufyrirtækja. Það var sárt að setja mörk,“ sagði hún.

Stone, 65 ára, skaust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum þegar hún lék í vinsælu myndunum Basic Instinct og Casino.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Meðhöndlaði sænskar stórstjörnur og lagahöfundinn á bak við smelli Britney Spears og Taylor Swift

Meðhöndlaði sænskar stórstjörnur og lagahöfundinn á bak við smelli Britney Spears og Taylor Swift
Fókus
Í gær

Athafnaparið Grímur og Svanhildur giftu sig á Mallorca

Athafnaparið Grímur og Svanhildur giftu sig á Mallorca
Fókus
Fyrir 3 dögum

Staðfestu orðróminn með kossi

Staðfestu orðróminn með kossi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hún er alltaf ber að ofan og segir það „þaulskipulagt“

Útskýrir af hverju hún er alltaf ber að ofan og segir það „þaulskipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Naomi Campbell opnar sig um kókaínfíknina

Naomi Campbell opnar sig um kókaínfíknina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda Lovísa hætt á OnlyFans – „Mig langaði ekki að gera þetta, en þurfti samt að borga leigu“

Edda Lovísa hætt á OnlyFans – „Mig langaði ekki að gera þetta, en þurfti samt að borga leigu“