Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að síðastliðinn laugardag hafi hundrað þúsundasti gesturinn mætt á sýninguna Níu líf, sem fjallar um tónlistarmanninn Bubba Morthens og hversu samofin hann er íslenskri þjóðarsál. Segir í tilkynningunni að sýningin hafi gengið fyrir fullu húsi síðan 2020 en reyndar er ekki minnst á að Covid-faraldurinn setti þar nokkurt strik í reikninginn.
Hundrað þúsundasti gesturinn var Brynjar Gauti Jóhannsson frá Akureyri. Hann mætti á sýninguna ásamt eiginkonu sinni og móður og var kallaður upp á svið þar sem hann fékk m.a. blómvönd frá leikhóp sýningarinnar.