fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Græddi milljónir á Playboy myndatökunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 4. júní 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Ásdís Rán Gunnarsdóttir kom, sá og sigraði glamúrfyrirsætubransann hér á landi. Ferill hennar náði nýjum hæðum eftir að hún flutti til Búlgaríu árið 2008. Tveimur árum síðar var hún á forsíðu Playboy og segir að við það hafi orðið ákveðin straumhvörf í hennar lífi. Hún segir frá þessu í lífsstílsþættinum Fókus.

„Sko ég held að Playboy hafi verið „breaking point“ í lífi mínu. Það var einhver standard sem ég var að stefna að. Ég var búin að ná forsíðunni á Maxim þá, búin að vera eitthvað í FHM líka. Þetta var eitthvað sem ég var svolítið hrædd við, því ég vissi að það kæmi að þessu. Ég var búin að vera með þetta tilboð á borðinu í tvö ár þangað til að ég ákvað að gera það, og það var bara samkomulag hjá mér og Garðari að ég myndi gera þetta og hann vildi að ég myndi gera þetta,“ segir hún.

Á þessum tíma var Ásdís gift knattspyrnumanninum Garðari Gunnlaugssyni.

Það skipti miklu máli fyrir hana að myndirnar yrðu fágaðar og fallegar en í gegnum tíðina hefur hún hafnað mörgum tilboðum sem hefðu farið yfir ákveðin mörk og farið gegn ímyndinni sem hún hefur unnið hörðum höndum að byggja upp.

Stórt afrek að prýða forsíðu Playboy.

Aðspurð hvað tilboð frá Playboy, árið 2010, hafi verið mikið segir hún:

„Heyrðu, þetta var alveg mjög fínn peningur sem ég fékk. Ég bætti um betur út af því að ég gerði samning við Eymundsson. Ég keypti öll blöðin í Búlgaríu og lét senda til Íslands og seldi Eymundsson þau helmingi dýrari. Þannig ég græddi alveg nokkrar milljónir á þessu. Ég ætla ekki að segja alveg hversu mikið.“

Hún segir nánar frá myndatökunni í myndbandinu hér að ofan. Horfðu á þáttinn í heild sinni hér.

Fylgstu með Ásdísi Rán á InstagramFacebook og hlaðvarpsþætti hennar, Krassandi konur, á YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans
Fókus
Í gær

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer
Fókus
Í gær

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa
Fókus
Í gær

Dóttir Ásu og Andrésar fædd

Dóttir Ásu og Andrésar fædd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club
Hide picture