fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Berglind er með foreldrakulnun – „Kerfið er hreinlega búið að bregðast mér og börnunum mínum“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 4. júní 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind er 36 ára, tveggja drengja móðir í Kópavogi. Hún hefur barist í með kjafti og klóm fyrir eldri syni sínum síðan hann var þriggja ára en þá fór hann fyrst í forgreiningu á leikskóla. Berglind er nýjast viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Eldri sonur hennar er tíu ára gamall með fimm greiningar og sú sjötta á leiðinni í sumar, að öllum líkindum.

BUGL vísaði máli frá

„Sonur minn er yndislegur, með sínum kostum og göllum en hann þarf vissulega stuðning og aðstoð. Hann talar um að ætla að drepa sig og mig“, segir hún og bætir við að BUGL hafi vísað málinu frá því hann þyrfti fyrst að skaða sig.‟

Berglind talar opinskátt um þær hindranir sem verða á vegi foreldra barna með fjölþættan vanda, barna sem passa ekki í box samfélagsins og skólakerfisins.

„Ég hef upplifað og fundið fyrir miklum fordómum gagnvart því að barnið mitt sé á lyfjum til dæmis. Í mínum huga munu lyfin ekki lækna neitt en þau eru hjálpartæki og halda einkennum niðri auk þess að láta mínu barni líða betur. “

Foreldrakulnun eftir að kerfið bregst

Berglind hefur eftir sínum geðlækni að hún sé í svokallaðri foreldrakulnun, hún er með öll einkenni kulnunar og kerfið sé hreinlega búið að bregðast henni og börnunum hennar.

Þetta er framhald af þætti sem kom út fyrir um ári síðan en eins og við vissum hafa vandamálin stækkað, sonur hennar réðst á kennara í skólanum og við það urðu vandamálin allt í einu ljós sem hún hafði varað við og rætt um í lengri tíma.

„Hann verður bara stærri og sterkari. ‟

Hvenær skal grípa inn í?

Greining sem gerð var og átti að endurskoða eftir sex mánuði breyttist í að málinu var lokað en Berglind gafst ekki upp og komst að hjá sálfræðingi, í gegnum klíku, sem hefur sérhæft sig í greiningum í fjölda ára. Hann vandar þeim sem greindu drenginn ekki kveðjurnar en við förum yfir það í þættinum.

Margt áhugavert kemur fram, hún tilkynnti sig sjálf til barnaverndar til þess að fá aðstoð, fyrir barnið sitt og sig. Hvað gerir barnavernd fyrir slíka foreldra svo dæmi sé tekið?

Af hverju ætli barnavernd og skólakerfið vilji ekki vinna saman og fyrirbyggja vanda í stað þess að bíða eftir að vandinn verði „nógu stór‟ til að grípa inn í, sem oft er of seint.

Það má hlusta á viðtalið við Berlindi í heild sinni á hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans
Fókus
Í gær

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer
Fókus
Í gær

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa
Fókus
Í gær

Dóttir Ásu og Andrésar fædd

Dóttir Ásu og Andrésar fædd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club