fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Brad Pitt sakar„hefnigjarna“ Angelinu um bellibrögð – Segir hana hafa neytt sig í viðskipti við vin Pútíns

Fókus
Föstudaginn 2. júní 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki eru mörg ár síðan að leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie voru eitt þekktasta parið í Hollywood. Gengu þau í daglegu tali undir paranafninu Brangelina og virtist allt í blóða hjá hjónunum sem gengu í það heilaga árið 2014 eftir um áratugalangt samband, en þau urðu ástfangin við tökur á kvikmyndinni Mr & Mr Smith, sem var frumsýnd árið 2005.

Það kom því flatt upp á aðdáendur þegar greint var frá því árið 2016 að Angelina hefði sótt um skilnað. Skýrðust aðstæður í kjölfarið þegar upplýst var um atvik sem átti sér stað skömmu áður um borð í flugvél, en þá er Brad sagður hafa beitt Angelinu og börn þeirra ofbeldi er hann var undir áhrifum áfengis.

Því var úti um það ástarævintýri og við tök hatrammur skilnaður og forsjárdeilur, en þau eignuðust þrjú börn saman og ættleiddu þrjú til viðbótar.

Nú greinir PageSix frá því að Brad sé nú að saka fyrrum eiginkonu sína um hefndaraðgerð, en hún hafi leynilega áformað að selja hluta af franskri eign þeirra, Château Mirava, til að ná sér niður á honum.

Hefur miðillinn í höndunum skjöl sem hafa verið lögð fram fyrir dómi þar sem Brad heldur því fram að það hafi verið samkomulag milli þeirra Angelinu að selja aldrei eignina, en hún er metin á rúma fjóra milljarða, án þess að bæði væru því samþykk. Eigina keyptu þau árið 2008 á meðan allt lék enn í lyndi. Þau hafi komist að þessu samkomulagi en eftir að gengið var frá lögskilnaði þeirra árið 2019 hafi Angelina ákveðið að hún vildi ekki eigina og hóf samningaviðræður við fyrrum eiginmann sinn um að hann myndi borga hana út út. Þessum viðræðum hafi þokast áfram og hafi Angelina verið fremur sanngjörn.

Því hafi það komið flatt upp á Brad þegar hann, árið 2021, komst að því að Angelina væri búinn að selja helmingshlut sinn í eigninni til rússnesks óligarka, en Brad hafði áður hafnað því að selja téðum aðila. Í skjölunum kallar Brad fyrrverandi konu sína hefnigjarna og sakar hana um að hafa ráðgast við óligarkan Yuri Shefler í leynimakki ætluðu að halda Brad óupplýstum. Augljóst sé að þar hafi Angelina verið að hefna sín fyrir harða forsjárdeiluna, en dómstólar ákváðu að úrskurða um sameiginlega forsjá, en þeirri ákvörðun var þó hnekkt á æðra dómstigi. Engu að síður hafi Angelina ákveðið að slíta viðræðum við Brad og að ásetningi selja hlut sinn til aðila sem hún vissi að Brad hafði ekki áhuga á að selja til. Með þessu hafi hún af ásetningi valdið Brad skaða og samhliða því auðgast á hans kostnað.

Angelina hafi líka vel vitað að það myndi skaða starfsemina á eigninni, sem er vínekra, að hún væri að hluta nú í eigu rússnesks óligarka með tengsl við forseta Rússlands, Vladimir Putin. Með þessu athæfi hafi Angelina neytt Brad til eiga í viðskiptum við ókunnugan aðila sem hættuleg tengsl og skoðanir. Eins sé nú ómögulegt fyrir Brad að búa á eigninni með börnum sínum.

Stefnan sem Brad hefur nú lagt fram kemur í kjölfar þess að Angelina höfðaði mál gegn honum þar sem hún heldur því fram að hann hafi  með ólögmætum hætti reynt að taka yfir vínekruna til að tryggja að hún fengi ekki að sjá krónu af arðinum sem frá eigninni fæst. Hafi Brad reynt að þvinga hana til að skrifa undir þöggunarsamning þar sem henni yrði meinað að ræða um skilmála skilnaðar þeirra.

Heldur Angelina því fram að það sé Brad sem sé í hefndarhug en hann hafi dregið hana í flókna og langvarandi deilu um eignina til að afla sjálfum sér og viðskiptafélögum sínum gróða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi