fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“

Fókus
Fimmtudaginn 1. júní 2023 12:59

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson og fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson vilja að Arnar Grant og Vítalía Lazareva „hætti þessu“ og fari að hugsa um fólkið í kringum sig sem þarf að líða fyrir samband þeirra, eins og útvarpsmanninn Ívar Guðmundsson. Þetta kemur fram í yfirferð félaganna um málið í hlaðvarpsþættinum 70 mínútur

DV greindi frá því upp úr miðjum maí að Arnar og Vítalía væru tekin aftur saman og ættu heima saman í leiguíbúð í Garðabæ. Einkaþjálfarinn tók fyrir það og fékk Frosta Logason til að birta skjáskot af samskiptum hans og Vítalíu í hlaðvarpsþættinum Brotkast. Frosti hélt því einnig fram að Arnar væri fórnarlamb svika og lyga.

Sjá einnig: Deilir skjáskotum af samskiptum Arnars og Vítalíu – „Viltu að ég jarði þig? Vinina líka?“

Vítalía svaraði fyrir sig og sakaði Arnar um ofbeldi. Hún birti einnig skjáskot af samskiptum þeirra, meðal annars af samtali þeirra um atvikið í heita pottinum.

Sjá einnig: Vítalía svarar fyrir sig og sakar Arnar um ofbeldi – Birtir skjáskot um atvikið í heita pottinum

Bæði að „skíta upp á bak“

„Þau voru að bera óhreina þvottinn sinn út fyrir alþjóð og eru gjörsamlega að skíta upp á bak – bæði – með þetta,“ segir Simmi í nýjasta þætti af 70 mínútur. Hugi segir að hann eigi erfitt með að ímynda sér þessar aðstæður þar sem hann myndi „aldrei koma mér sjálfur í þetta.“

Þeir segja að ekkert heilbrigt samband byggist á því að taka myndir af samskiptum við maka.

„Það er náttúrulega ekkert samband. Þú hlýtur að þrífast á „hate/love“ dóti og væntanlega hefur þetta allt endað með svakalegu „make up“ kynlífi, ef ég á að giska,“ segir Hugi.

„Hættið þessu!“

„Það er voða lítið hægt að bæta við þetta, annað en ég vildi óska þess að þau ættu einhverja aðra vini en hvort annað sem gætu sagt: „Hættið þessu!““ segir Simmi.

„Nú er ég ekki menntaður félagsráðgjafi, sálfræðingur eða nokkurn skapaður hlutur, en hef skoðun á mjög mörgu og áskil mér rétt á því að skipta um skoðun. En ég held að þau séu í þessum vítahring þar sem allir eru búnir að klippa á tengsl við þau. Ég held að svo kölluðu vinir þeirra, kunningjar, séu búnir að fjarlægast þau. Bara heyrðu: „Nei, ég er alveg til í að fara út að borða með einhverjum öðrum en þér Arnar Grant. Ég nenni ekki alveg að fá yfir mig einhverja sögu.“ Ég held að þau einangrist svolítið og eiga þar af leiðandi bara hvort annað að.“

Skítugt mál

Simmi og Hugi segja að það sé erfitt þegar þjóðin er að ræða um einkalíf manns, þeir þekkja það af eigin raun.

„Og það er alveg nógu erfitt, svo að málið sé ekki alveg svona dörtí. Þetta er skítugt mál af öllum hliðum,“ segir Simmi.

„Það slettist leðja á alla. Meira að segja þá sem voru ekki þátttakendur í þessu máli […] Þú ert með fólk sem stendur fyrir utan þetta allt […] Arnar Grant á kunningja og vini sem hafa liðið vítiskvalir fyrir þetta og tapað fjármunum í viðskiptum fyrir þetta og hafa ekki gert neitt,“ segir Simmi og tekur skýrt fram að hann sé ekki að tala þá sem tengdust alræmda „pottapartýinu“.

„Vinir hans […] bara menn sem voru ekki nálægt þessum sumarbústað og hafa aldrei komið nálægt þessu máli,“ segir hann.

Þeir nefna Ívar Guðmundsson í þessu samhengi. Ívar og Arnar þróuðu próteindrykkinn Teyg í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga (KS). Drykkurinn var tekinn úr sölu og framleiðslu var hætt í janúar 2022 í kjölfar frásagnar og ásakana Vítalíu.

„Hvað gerði hann? Hann átti orkudrykk með honum sem var tekinn úr umferð, hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum peningum á þessu rugli?“ spyr Simmi.

„Eina ráðið sem ég hef er: Hættið þessu,“ segir Hugi og Simmi tekur undir.

Vilja ekki horfa en horfa samt

„Hættið að setja á Snapchat. Maður sá þarna einhverjar klippur þar sem hann er að taka hana upp,“ segir Hugi og vísar þá í meint myndbönd sem Arnar birti af Vítalíu á samfélagsmiðlinum.

Þeir viðurkenna, og segja að hlustendur þeirra tengja örugglega við, að þeir eru samt að horfa á þessi myndbönd og lesa þessar fréttir. Þeir lýsa því yfir að þeir ætli ekki að fjalla meira um mál Arnars og Vítalíu í hlaðvarpsþættinum og þeir ætli heldur ekki að lesa fleiri fréttir um málið.

„Því mér finnst þetta vera eins og að horfa á barn á reiðhjóli klessa á steinvegg. Ég get bara ekki horft á það, ef ég get ekki bjargað því þá vil ég ekki vera þar, segir Simmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyggst láta auðinn renna til góðgerðarmála ekki barna sinna

Hyggst láta auðinn renna til góðgerðarmála ekki barna sinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sat nakin fyrir á sextugsaldri

Sat nakin fyrir á sextugsaldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“