fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Hera hætt komin á Hornströndum þegar hún sá fallegri sjón en hún hafði nokkru sinni áður séð

Fókus
Fimmtudaginn 1. júní 2023 23:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir, ásamt eiginmanni sínum Halldóri Eiríkssyni, Bolvíkingnum Benedikt Sigurðssyni og hjúkrunarfræðingnum Fjólu Bjarnadóttur, komst í hann krappan árið 2019 í gönguferð um Hornstrandir er þau lentu í sjálfheldu.

Fjölmiðlar greindu frá því að gönguhópur væri týndur í svartaþoku og að björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslu hefðu verið kölluð út.

Sem betur fer fór allt vel er björgunarsveitarmenn á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns náðu sambandi við hópinn.

Fljótt skipast veður í lofti

Þau Hera Björk og Benedikt rekja sögu sína í myndbandi sem Landsbjörg birti í dag til að fagna því að áratugur er liðinn síðan fyrstu bakverðirnir fóru að styðja við starfsemi björgunarsveitanna.

Hera segir að hópurinn hafi verið á leið inn í Reykjafjörð úr Hrossafirði í „bongóblíðu“ þegar skyndilega skall á þoka. Hópurinn ákvað að halda sínu striki í von um að þokan gengi yfir.

„Ætli við séum ekki búin að labba í svona fimm sex tíma þegar við erum alveg í svartaþoku og þá erum við alveg upp í jökli.“

Heyrði hópurinn þá í á og hugsuðu að ár renna í sjó og þar með gætu þau náð áttum að nýju.

Þau ákváðu að halda niður í fjörð sem þau töldu vera Reykjafjörð, og tók gangan langan tíma. Þegar þau voru þó komin á áfangastað sáu þau að þau voru stödd í röngum firði.

„Nú erum við í vondum málum“

Fallegasta sjónin

Hvorki símar þeirra né talstöð náðu nokkru sambandi svo hópurinn gat ekki hringt eftir aðstoð. Þau höfðu talið óþarft að taka með sér staðsetningarbúnað þar sem þau hefðu úr svo mikilli tækni að moða.

Það var svo um miðnætti sem talstöðin náði loksins sambandi. Hera lýsir því að Benedikt hafi við það orðið svo ánægður að hann hafi tilkynnt björgunarsveitarmönnum að það væri í fínu lagi með hópinn og þau þyrftu enga aðstoð, en því var þó mótmælt.

Svo þegar björgunarsveitarmenn fundu hópinn urðu fagnaðarfundir og segist Hera ekki hafa séð fallegri sjón. Það hafi verið magnað að sjá hvað björgunarsveitirnar eru vel skipulagðar og hvað starfið er unnið af mikilli fagmennsku.

Benedikt segir að í kjölfarið hafi hann hvatt alla í kringum sig til að styrkja björgunarsveitirnar. Hann hafi vissulega gert það áður, en meira nú heldur en nokkru sinni fyrr, enda sá hann þarna sjálfur hvað starfið er mikilvægt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“