fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fókus

Barn „brenndist“ í andliti við að borða sellerí – Móðirin varar foreldra við

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. júní 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir vill vara aðra foreldra við eftir að sjö mánaða gömul dóttir hennar fékk brunaútlítandi sár, exem, í kringum munninn.

Reanna Bendzac birti myndir af dóttur sinni á Facebook. Þar má sjá að í kringum munn barnsins eru útbrot, í daglegu tali þekkt sem ljósertiexem eða Margarita Burn.

Móðirin segir að dóttir hennar hafi verið úti í sólinni að tyggja sellerí til að róa tannholdið.

„Hún var í sólinni í 20-30 mínútur, sellerísafinn/slefinn var þurrkaður af með þurrum klút og ég baðaði hana síðan um kvöldið,“ segir móðirin. Daginn eftir var dóttirin komin með útbrot, sem líta út eins og brunasár, eins og myndirnar sýna. 

„Það var alls ekki heitt, en það var sólskin svo hún var klædd frá toppi til táar í bol og sólhatt, svo okkur foreldrunum fannst hún vera nokkuð vel varin.“ 

Bruninn/exemið myndaðist og flagnaði og mamman sýndi á mynd að dóttirin væri að gróa vel, en enn ætti eftir að koma í ljós hvort hún myndi fá ör og/eða litamismun á húðinni.

Ljósertiexem eða margaritabruni (phytophotodermatitis) er húðútbrot af völdum ljósnæmra efna sem myndast þegar safi matvæla sem innihalda fúranókúmarín, þar á meðal gulrætur, sellerí og sítrusávexti, kemst í snertingu við húð sem síðan verður fyrir sólarljósi. Einkenni koma fram eftir 12-23 klukkustundir.

Fjallað var um slíkt tilfelli hér á landi í Læknablaðinu árið 2009.

„Fyrstu viðbrögð sem foreldri eru: „Ó, guð, hvað gerði ég? Og hvernig hefði ég getað komið í veg fyrir það,“ sagði móðirin. „En þú ert bara gott foreldri, sem ert að gera þitt besta miðað við þá þekkingu sem þú hefur og okkur fannst við vera að gera allt rétt,“ segir móðirin. Hún bætir við að í dag, vitandi það sem hún veit núna um Margaritubruna, þá hefði hún farið strax inn með dóttur sína og þvegið henni um munn og andlit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þrumuguðinn Þór staddur á landinu – „Lítið íslenskt ævintýri með stelpunni minni“

Þrumuguðinn Þór staddur á landinu – „Lítið íslenskt ævintýri með stelpunni minni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Dua Lipa trylltir yfir nýju hlutverki hennar

Aðdáendur Dua Lipa trylltir yfir nýju hlutverki hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband Brynhildar um kærastann fengið um 500 þúsund „likes“

Myndband Brynhildar um kærastann fengið um 500 þúsund „likes“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnea fékk nóg af Birgittu – „Það eru fleiri í þessum heimi“

Magnea fékk nóg af Birgittu – „Það eru fleiri í þessum heimi“