fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. maí 2023 19:00

Vigdís Hafliðadóttir Mynd: Móðurskipið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hafliðadóttir tónlistarkona vakti mikla athygli í byrjun árs með hljómsveitinni Flott og lagi þeirra Hún ógnar mér. Boðskapur lagsins er að konur þurfa ekki að rífa hvor aðra niður til að taka pláss, en það er einmitt hvimleið tilhneiging í samfélaginu að bera konur í sama geira sífellt saman og þannig stilla þeim upp á móti hvor annarri. Í myndbandi lagsins kemur fram hópur þekktra kvenna hvaðanæva úr atvinnulífinu.

Ljóst er að Vigdís lætur aðra tónlistarmenn heldur ekki ógna sér því í þræði á Twitter vekur hún athygli á íslenskri tónlist á Spotify, tónlist sem einhverja hluta vegna hefur ekki fengið þá athygli sem hún á skilið að mati Vigdísar.

„Vanmetin íslensk tónlist. Þráður! Það er svo mikið af vönduðu og góðu efni á Spotify sem hefur ekki farið á flug. Allt hér er með undir 20.000 spilanir, oftast undir 10.000 og jafnvel undir 1000,“ segir Vigdís.

„Þetta fallega lag er með um 3000 spilanir. Passar hæglega á á alla lista með rólegri tónlist,“ segir Vigdís um Sóley frá síðasta vori – Tríóið Fjarkar.

„Ólafur Bjarki er að gera mjög spennandi hluti og allt unnið með topp tónlistarflokki. Ekkert lag er með meira en 1000 spilanir,“ segir Vigdís um Tvímælalaust – Ólafur Bjarki.

„Sjúklega töff lag með Salóme Katrínu. Tónlistarkona sem hefur unnið allskyns verðlaun og er með mest í kringum 20.000 spilanir,“ segir Vigdís um The Other Side – Salóme Katrín.

„Löv&Ljón gaf út æðislega poppplötu árið 2019. Ég ber örugglega ábyrgð á svona 3000 af þessum 19.000 spilunum. Hef sent þessi á fólk sem ég þekki og öllum finnst þau geggjuð,“ segir Vigdís um Svífum.

Vigdís hvetur aðra til að taka þátt í þræðinum:

„Það má bæta fleiru við! Punkturinn minn er að það er langt frá því sjálfgefið að fá spilanir og það getur verið bilað hark. Þó að lag sé ekki með mikla hlustun þýðir ekki að það sé lélegt. Það eru ótal þættir sem spila inn í að því gangi vel á Spotify.“

Nokkrar ábendingar bárust um fleiri lög og gerði Vigdís lagalista á Spotify, Vanmetin íslensk tónlist.

Þess má geta að Flott gaf nýlega frá sér lagið L´amour og á leikarinn Ólafur Darri Ólafsson innkomu í laginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón Arnar byrjaði skyndilega að missa hárið – Hefði gert þetta öðruvísi í dag

Jón Arnar byrjaði skyndilega að missa hárið – Hefði gert þetta öðruvísi í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjaldséð sjón – 15 ára dóttir Angelinu Jolie og Brad Pitt mætti með móður sinni

Sjaldséð sjón – 15 ára dóttir Angelinu Jolie og Brad Pitt mætti með móður sinni