fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fókus

Svarar afskiptasömum og dómhörðum aðdáendum fullum hálsi – „Sjúgið á mér delann og eistun kvenhatandi furðufuglarnir ykkar“

Fókus
Miðvikudaginn 31. maí 2023 21:29

HOLLYWOOD, CALIFORNIA - FEBRUARY 09: Billie Eilish attends the 92nd Annual Academy Awards at Hollywood and Highland on February 09, 2020 in Hollywood, California. (Photo by Amy Sussman/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan unga, Billie Eilish, var aðeins rétt skriðin á unglingsaldur þegar hún sló fyrst í gegn aðeins 14 ára gömul. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, en söngkonan er í dag 21 árs.

Hún var framan af þekkt fyrir að klæðast kynhlutlausum klæðnaði sem gjarnan var mjög útvíður. Öpuðu margir aðdáendur sem og yngri kynslóðir eftir henni og seldist slíkur fatnaður eins og heitar lummur og varð hennar helsta sérkenni framan af.

Eftir að hún varð fullorðin og fór að líða betur í sínum eigin líkama fór söngkonan svo að prófa sig áfram í klæðaburði, líkt og flest ungmenni og gera. Þar með telið aðsniðnum og jafnvel klæðlitlum fatnaði.

Hún hefur opnað sig í viðtölum um að hún hafi klæðast útvíðu því hún vildi ekki vera kyngerð. Hún er með þannig líkamsbyggingu að hún er brjóstgóð og sá fram á að það myndi bjóða upp á að litið yrði á hana sem kynveru. Hins vegar gæti enginn haft skoðun á líkama hennar ef enginn gæti séð hvað væri undir fatnaði hennar.

„Enginn getur sagt að hún sé grannfeitlagin [e. slim-thick] eða að hún sé ekki grannfeitlagin, hún sé með flatan rass, hún sé með feitan rass. Enginn getur sagt nokkuð af þessu því þau vita ekkert,“ sagði Billie þegar hún var 17 ára.

Nú eftir að Billie er farin að klæða sig í fatnað sem þykir kvenlegri þá hefur borið á gagnrýni þar sem aðdáendur saka hana um að hafa svikið lit.

Svaraði fullum hálsi

Hún svaraði þessari gagnrýni á Instagram í vikunni þar sem hún velti því fyrir sér hvort konur mættu yfir höfuð vera til.

„Ég varði fyrstu fimm árum ferils míns í að fá yfir mig holskefluna frá ykkur ösnunum fyrir að vera strákaleg og klæða mig eins og ég gerði og mér var stöðugt sagt að ég væri flottari ef ég hegðaði mér eins og kona.

Og nú þegar mér líður nógu þægilega til að klæðast aðeins kvenlegri fatnaði, eða fötum sem passa betur á mig þá er ég sökuð um að hafa breyst og að ég hafi svikið lit… og „hvað er orðið um hana. Omg þetta er ekki sama Billie, hún er bara orðin eins og allir aðrir, bla bla bla.

Þið eruð sannkallaðir hálfvitar. LOL ég get verið bæði, ingjaldsfíflin ykkar. LEYFIÐ KONUM AÐ VERA TIL.

Við þetta má væta að kvenleiki er ekki það sama og veikleiki. Omg ég veit að það er galin hugmynd, hverju hefði dottið slíkt í hug? Og það er greinilega klárlega eitthvað sem enginn hefur heyrt um og stórkostlega galið að maður vilji tjá sig með mismunandi hætti á mismunandi tímum.“

Að lokum bætti söngkonan við í hæðni:

„Sturluð staðreynd. Vissuð þið að konur eru marglaga? Sjokkerandi er það ekki? Hvort sem þið trúið því eða ekki þá geta konur haft áhuga á mörgu.“

Að lokum bað hún þá sem hafa ausið yfir hana hatri að vinsamlegasta fara í rassgat.

„Sjúgið á mér delann og eistun kvenhatandi furðufuglarnir ykkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Eftir langar umræður við manninn minn ákváðum við að opna sambandið“

„Eftir langar umræður við manninn minn ákváðum við að opna sambandið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bruce Springsteen aflýsir öllum tónleikum út árið – Loks upplýst við hvaða veikindi goðsögnin glímir

Bruce Springsteen aflýsir öllum tónleikum út árið – Loks upplýst við hvaða veikindi goðsögnin glímir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“