fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Ástarsaga Hafdísar og Kleina byrjaði árið 2020 – Stalst út úr meðferð að næturlagi til að leita ástina uppi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 31. maí 2023 19:59

Hafdís og Kleini. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin er heit hjá áhrifavaldaparinu Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni og Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur. Þau hafa verið saman síðan í mars á þessu ári en hafa síðan þá innsiglað ástina með bleki og lýst því yfir að þau ætli að vera saman þar til þau draga síðasta andardráttinn í þessu lífi.

Í augum margra er samband þeirra nýtt en það sem fáir vita er að saga þeirra nær lengra aftur í tímann. Hafdís og Kristján Einar, eða Kleini eins og hann er kallaður, kynntust fyrst fyrir þremur árum síðan en vegna aðstæðna ákváðu þau að setja ástina til hliðar og taka upp þráðinn við betra tækifæri.

Stopp á rauðu ljósi

Kleini fer yfir upphaf sögu þeirra í samtali við DV.

„Það var árið 2020. Við vorum oftast að æfa á svipuðum tíma í ræktinni. Við byrjuðum strax að gefa hvoru öðru auga og daðra í laumi,“ segir hann kíminn.

En einn örlagaríkan dag tók hann áhættuna.

„Ekkert gerðist fyrr en við vorum stopp á sama tíma á rauðu ljósi. Ég leit til hliðar og sá hana, bað hana um að skrúfa niður rúðuna og hún gerði það. Ég byrjaði hreinlega að segja henni hvað mér þætti um hana og við ákváðum að skiptast á númerum í gegnum gluggann,“ segir hann.

Ekki rétti tíminn

Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau voru í stöðugum samskiptum frá morgni til kvölds. „Eftir að hafa talað saman í nokkra daga ákváðum við að hittast, fórum á rúntinn langt fram eftir nótt og út frá því byrjuðum við að hittast reglulega,“ segir Kleini.

„Þetta gekk í sirka fjóra mánuði sem við vorum að deita en enginn vissi af því. Svo tókum við sameiginlega ákvörðun um að þetta væri ekki rétti tíminn fyrir okkur vegna þess að strákarnir hennar voru ennþá að jafna sig eftir skilnaðinn og öllu sem því fylgir. Þeir voru ekki tilbúnir að kynnast öðrum manni strax.“

Hafdís á fimm syni, tvo með Gunnari Sigurðssyni sem hún skildi við árið 2019.

„Við neyddumst til að slíta þessu en vorum ákveðin í að taka upp þráðinn þegar rétti tíminn myndi koma. Eftir þetta þá héldum við samt áfram samskiptum í gegnum Instagram og Snapchat en við fundum hvað það gerði allt erfiðara svo við slitum alveg samskiptum,“ segir Kleini.

Hann tekur það skýrt fram að stutt ástarsamband hans og Hafdísar stangist ekki á við samband hans og söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur, en þau byrjuðu saman í lok sumars 2020.

Fékk skilaboð frá Hafdísi á Spáni

Árin liðu og gengu þau í gegnum ýmislegt á þeim tíma.

„Þegar ég losnaði úr varðhaldi á Spáni 17. nóvember 2022 sá ég að Hafdís hafði sent mér nokkur skilaboð á meðan ég sat inni. Ég las skilaboðin og svaraði strax,“ segir hann og bætir við að þau hafi byrjað strax aftur í daglegum samskiptum frá morgni til kvölds.

„Ég var ekki á góðum stað þarna enda nýkominn frá Spáni en hún sýndi því skilning og stakk upp á því að ég myndi fara í meðferð til þess að ná tökum á drykkjunni svo við gætum loksins átt heilbrigt líf saman og það var það sem ég gerði.“

Kleini og Hafdís. Mynd/Instagram @kleiini @hafdisbk

Stalst út á næturnar

Kleini var í tæplega þrjá mánuði inni á Krýsuvík, en lágmarksmeðferð er sex mánuðir.

„Heimsóknir voru bannaðar svo við vorum alltaf að stelast til þess að hittast um næturnar þegar enginn sá til. Svo eftir þrjá mánuði á Krýsuvík ákvað ég að skrá mig út og takast á við mín verkefni utan stofnunnar með fagaðilum,“ segir hann.

„Hafdís beið eftir mér þegar að ég kom út og við byrjuðum strax að vera saman alla daga en 24. mars tókum við þá ákvörðun að það væri ekkert lengur að halda okkur í sundur svo við ákváðum að byrja saman en samt enn í leyni. Það gekk í góða tvo sólarhringa þangað til að fréttamiðlar voru komnir á þefinn og opinberuðu okkur fyrir alþjóð.“

Ákveðin að þetta er það sem þau vilja

Eftir allar hæðirnar og lægðirnar segir Kleini þau ákveðin í að þetta sé það sem þau vilja.

„Allt sem gengið hefur á hefur bara sett okkur þéttar saman, við stöndum saman í öllum þeim verkefnum sem fyrir okkur eru lögð. Það hafa komið hólar en ekkert sem hefur ekki gert okkur tengdari hvort öðru, við erum hamingjusöm og þakklát fyrir að hafa fundið hvort annað og munum ekki stoppa það ferðalag sem við höfum byrjað saman, ferðalagið okkar,“ segir hann.

Turtildúfurnar fengu sér paratattú fyrr í mánuðinum, þau fengu sér upphafsstafi hvors annars ásamt áletruninni: „Love me, till I die“ eða „Elskaðu mig, þar til ég dey.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“