fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þess vegna ætti fólk að ferðast einsamalt í sumar

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 27. maí 2023 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í liðinni viku ritaði Clare McCamley, dósent í markaðsfræði við Háskólann í Huddersfield á Bretlandi, pistil á ferðavef CNN.

Í pistlinum segir hún að þegar hugurinn leitar til sumarleyfa sé algengast að fólk sjái fyrir sér ferðalög með maka, fjölskyldu eða vinum. Hugmyndin um að fara í sumarleyfisferð án hvers kyns ferðafélaga virki á hinn bóginn skelfileg fyrir mörg.

Vísar hún í rannsóknir fræðimanna sem gefi eindregið til kynna að það sé litið hornauga að neyta og njóta einn eða ein síns liðs. Hinar samfélagslegu venjur gangi út á að hvers kyns skemmtun sé eitthvað sem fólk verði að njóta með öðrum manneskjum.

Hún segir þó að rannsóknir sýni fram á að fjöldi heimila með aðeins einum íbúa hafi farið vaxandi á heimsvísu og nú sé fleira einhleypt fólk sem þurfi að veita þjónustu. Mörk milli skemmtunar og vinnu séu orðin óskýrari, sérstaklega hjá yngra fólki, og það sé orðið auðveldara að starfa í fjarvinnu og blanda ferðalögum saman við vinnu.

McCamley segir það fara vaxandi að fólk ferðist eitt síns liðs. Margt af þessu fólki segi frá ferðum sínum á samfélagsmiðlum og til að mynda hafi sjö milljónir færslna verið settar inn á Instagram undir myllumerkinu #SoloTravel.

Hún og samstarfsfólk hennar stóð fyrir rannsókn þar sem þau fengu þátttakendur til að fara eina síns liðs inn á t.d. kaffihús og skrifa eftir á um upplifun sína. Hún segir skrif þátttakenda í rannsókninni benda eindregið til að það geti alveg verið jafn ánægjulegt að njóta og neyta einn og sér og að gera það með t.d. maka eða vini.

Þátttakendur sögðu m.a. að einn helsti kosturinn við að vera ekki með neinum væri að þá gætu þeir fylgst með öðrum gestum og fylgst með lífinu fyrir utan glugga viðkomandi staðar. Þótt fólk sé eitt á fjölmennum stað sé það samt sem áður enn hluti af félagslegu umhverfi.

Clare McCamley segir það að vera einn geti haft ákveðið meðferðargildi fyrir sálarlífið. Það veiti fólki rými og næði til að koma skikkan á hugsanir sínar og tilfinningar og losi það undan þeim væntingum að taka þátt í samtali eða laga sig að þörfum annarra.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar