fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Lacey var sífellt að ræða veikindi sonar síns á netinu – Sannleikurinn var óhugnalegri en nokkurn grunaði

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 26. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garnett-Paul Thompson Spears var aðeins fimm ára gamall þegar hann lést á sjúkrahúsi í New York þann 23. janúar árið 2014. Dánarorsök var heilabólga af völdum gríðarlegs saltmagns. 

Fljótlega fór grunurinn að beinast að móður drengsins, Lacey Spears, og eftir því sem rannsókninni miðaði áfram komu ógnvekjandi hlutir í ljós.

Furðulegt barn

Lacey Spears er fædd og uppalin í Alabama. Móðir hennar var köld og sýndi dóttur sinni litla sem enga athygli, hvað þá ástúð, og samskipti Lacey við föður sinn byggðust að mestu á rifrildum.

Lacey átti fáa vini því hún þótti furðulegt barn. Hún elskaði dúkkur, og ekki eins og venjuleg börn elska dúkkurnar sínar, hún var með þær á heilanum.

Í eitt skipti, þegar að Lacey var um 8-9 ára kom bekkjarsystir hennar heim að leika og fóru þær að sjálfsögðu í dúkkuleik. Vinkonan missti óvart eina dúkkuna í gólfið og Lacey algjörlega trylltist af reiði og reyndi að kyrkja vinkonu sína. Þegar að vinkonan kom heim blá og marin um hálsinn brá foreldrum vinkonunnar eðlilega og vildu kæra en foreldrar Lacey náðu að fá þau til að skipta um skoðun.

En ekki nokkuð foreldri í skólanum leyfði barni sínu nokkurn tíma að heimsækja Lacey aftur.

Neitaði að nefna föðurinn

Þegar að Lacey var 21 árs gömul eignaðist hún Garrett. Hún bjó þá hjá foreldrum sínum en vildi lítið ræða um faðernið, jafnvel ekki við foreldra sína. Sagði hún hann vera lögreglumann sem hefði látist í bílslysi en neitaði að nefna hann á nafn.

Eftir lát drengsins kom í ljós að maður sem hafði átt einnar nætur gaman með Lacey var í raun faðirinn. Hann hafði aldrei vitað af óléttu Lacey.

Lacey var einmana einstæð móðir sem sífellt var að kalla eftir athygli.

Garrrett var nýfæddur þegar að Lacey hóf að blogga um heilsufarsvanda sonar sín auk þess að vera virk á svo til hverjum einasta samfélagsmiðli. Umræðuefnið var alltaf það sama, veikindi sonar hennar og allir þeir sjúkdómar sem plöguðu hann. Um svipað leyti flutti hún frá foreldrum sínum og til ömmu sinnar í Flórída.

Hún skrifaði endalausar færslur um veikindi Garrett og birti óhugnanlegar myndir af honum meðvitundarlausum á Facebook. Sum með brosköllum.

Endalausar sjúkrahúsferðir

Lacey var stöðugt að koma með barnið á bráðavakt þar, sem hún hagaði sér oft á tíðum furðulega, og var Garrett til að mynda aðeins nokkra mánaða gamall þegar að Lacey sagði starfsfólki sjúkrahúss að hún vildi skaða hann.

Starfsfólk grunaði þá þegar að Lacey væri með Munchausen by proxy, geðveilu sem lýsir sér í því að foreldrar eða forráðamenn skaða börn sín, aðallega í von um athygli og samúð. En enginn gat sannað það.

Lacey fór með Garrett á sjúkrahús í 23 skipti áður en hann náði eins árs aldri og flestar rannsóknir sýndu óeðlilegt magn salts í líkama hans. Það var meira að segja farið að blæða úr augum hans og eyrum. Læknar fundu enga skýringu en töldu eðlilegt að láta barnaverndaryfirvöld vita. Þau heimsóttu Lacey en töldu ekki ástæðu til að fjarlægja barnið af heimilinu.

Loksins kom að því að læknar sögðu Lacey hreint út að það væri útilokað að saltmagnið, sem gerði drenginn þetta veikan, væri af völdum einhvers sjúkdóms. Var starfsfólk beðið um að fylgjast með Lacey því næstum allir eru komu að umönnun drengsins voru vissir um að hún væri að eitra fyrir honum með salti.

Það vantaði bara sannanir.

Loksins vitni

Starfsfólkið sá Lacey sprauta saltvatni í næringarslöngu drengsins þann 21. janúar og kallaði þegar til lögreglu. En í þetta skiptið hafði Lacey gengið of langt, Garret fékk gríðarleg flogaköst og lést tveimur dögum síðar. Lacey hringdi þá í miklu uppnámi í vinkonu sína og var uppnámið ekki vegna láts sonar hennar, nei, hún vildi að vinkonan færi strax heim til hennar og fjarlægði allar næringartúpur og saltupplausnir.

En vinkonan kaus frekar að fara til lögreglu.

Lacey var handtekin og ákærð fyrir morð á syni sínum og þann 2. mars 2015 var hún fundin sek um morðið á Garrett. Áætluðu læknar að hún hefði gefið honum saltið allt frá fæðingu.

Lacey Spears var dæmd í 20 ára til ævilangs fangelsis en heldur enn fram sakleysi sínu. Hún áfrýjaði dómnum án árangurs og mun ekki fá að sækja um skilorð fyrr en 2034. Aftur á móti eiga fæstir von á því að barnamorðinginn muni nokkurn tíma ganga laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“