fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fókus

Kanye West og eiginkona hans höfð að háði og spotti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. maí 2023 14:59

Kanye West. Getty/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West og eiginkona hans Bianca Censori hafa verið höfð að háði og spotti fyrir fataval sitt á stefnumóti fyrr í vikunni.

Kanye, 45 ára, og Bianca, 28 ára, hafa verið saman síðan í byrjun árs. Þau eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar og bera þau bæði giftingahringa, en samkvæmt TMZ var athöfnin ekki löglega bindandi. Þau tjáðu sig hvorugt um málið þar til í síðustu viku þegar Bianca staðfesti að þau væru gift.

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020.

Fyrr í vikunni fóru þau á stefnumót, þau fengu sér ís saman í Los Angeles en það var ekki það sem vakti athygli netverja, heldur útlit þeirra.

Skjáskot/The Sun
Skjáskot/Twitter

Kanye var í stuttermabol með mjög stórum axlapúðum. Á stuttermabolnum stóð Polizei sem er þýska orðið fyrir lögregla.

Hann virtist síðan vera skólaus, en hann var í einhvers konar bláum sokkaskóm án sóla.

Bianca var með bol utan um höfuðið, í sokkabuxum í stað fyrir buxur og í sokkaökklastígvélum.

Netverjar hafa gert linnulaust grín að hjónunum en aðrir segja hann vera hugsjónamann og að eftir tvö ár eigi allir eftir að klæða sig svona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Í gær

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi
Fókus
Í gær

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna
Fókus
Í gær

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Í gær

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spennutryllir úr smiðju aðalframleiðanda Game of Thrones

Spennutryllir úr smiðju aðalframleiðanda Game of Thrones
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hollywoodstjarnan hugfanginn af Íslendingum- „Pínulítið skrýtnir, dásamlegir og áhugaverðir“

Hollywoodstjarnan hugfanginn af Íslendingum- „Pínulítið skrýtnir, dásamlegir og áhugaverðir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Breyttar væntingar vinnuveitenda til atvinnuleitenda

Breyttar væntingar vinnuveitenda til atvinnuleitenda