fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Fókus

Sólrún Diego, Lína Birgitta og Gurrý blanda sér í verkfallsumræðuna – „Er þetta flókið eða?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. maí 2023 11:42

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona og áhrifavaldur, Gurrý Jónsdóttir, snyrtifræðingur og áhrifavaldur, og Sólrún Diego, áhrifavaldur og skipulags- og þrifsérfræðingur, halda úti hlaðvarpinu Spjallið. Í nýjasta þættinum blanda þær sér í verkfallsumræðuna.

Verkfallsaðgerðir standa nú yfir um allt land vegna kjaradeilu BSRB við sveitarfélög landsins.

Um er að ræða starfsfólk leikskóla, sundlauga- og íþróttamannvirkja, bæjarskrifstofa, hafna, þjónustumiðstöðva og áhaldahúsa svo eitthvað sé nefnt en mismunandi er eftir sveitarfélögum hvaða hópar leggja niður störf á hverjum tíma. Um er að ræða ótímabundið verkfall hjá sundlaugum og íþróttamannvirkjum um allt land.

Sólrún vill að fólk fái betri laun

„Ég gæfi allt fyrir að fólk fengi launin sem þau eiga skilið og meira heldur en það,“ sagði Sólrún í þættinum.

Lína Birgitta tók undir: „Er þetta flókið eða?“

„Þetta er fólk sem [kemur að] leikskólagöngu og skólagöngu barna okkar í sko fimmtán ár eða meira. [Það reynir] að koma til móts við börnin okkar svo þeim líði vel. Að það sé ekki hægt að koma til móts við þetta fólk með sæmilegum launum, sem þau eru að berjast fyrir, finnst mér bara fyrir neðan allar hellur,“ sagði Sólrún og vinkonurnar tóku undir.

„Þetta og hjúkrunarfræðingar og […] heilbrigðiskerfið. Þegar hjúkrunarfræðingar eru farnir að sækja um hjá Icelandair og fljúga og eitthvað því þeir fá ekki sæmileg laun sem hjúkrunarfræðingar. Þetta eru börnin okkar, unglingarnir okkar og við þurfum öll að nota heilbrigðisþjónustu. Þetta er það sem allir þurfa að nota, þetta er eitthvað sem á að vera í toppstandi fram yfir allt annað,“ bætti áhrifavaldurinn við.

Gurrý tjáði sig einnig um málið. „Ég sæki [son minn] í leikskólann svona tíu mínútur í fjögur, hann er búinn að vera þarna allan daginn. Þetta fólk er að hugsa um börnin okkar alla daga,“ sagði hún.

Sólrún Diego, Lína Birgitta og Gurrý Jónsdóttir. Mynd/Instagram/BSRB

Ánægja í starfi skiptir máli

„Maður veit líka að ef þú ert í vinnu þar sem þú ert ekki ánægður með launin skilurðu, þá vinnur þú vinnuna ekki eins vel og þar sem þú ert glaður og ánægður í vinnu. Þetta er fólk sem reynir að láta börnin okkar ekki sjá að þau séu óánægð og kalla yfir þetta verkfall, og hvað, það er varla talað um þetta í fjölmiðlum,“ sagði Sólrún hneyksluð.

„Þannig bara rífa sig í gang og gera vel við þetta fólk,“ bætti hún við.

Lína Birgitta sagðist ekki skilja af hverju þetta væri svona flókið. „En ég skil ekki, eru ekki allir sammála þessu? Af hverju er þetta svona flókið, þetta pirrar mig!“

„Stéttarfélögin eru að reyna að berjast fyrir því að þau fái betri laun, auðvitað er maður sammála þessu en mér finnst það mega tala meira um þetta og gera vel við þetta fólk,“ sagði hún og hvatti fólk til að gera vel við kennara barnanna sinna.

„Eins og núna, nú er að koma sumarfrí. Að gera vel við starfsfólkið á deildunum, ég reyni að leggja mig ógeðslega mikið fram við þetta. Þetta þarf ekki að kosta mikið, sýna að manni sé ekki sama. Það þarf ekki að vera mikið. Mér finnst líka sniðugt þegar nokkrir foreldrar taka sig saman og gefa kennurunum á deildinni. Þetta er ekki mikið sem þarf að gera.“

Þakklátar starfsfólkinu

„Mér finnst þetta skipta ógeðslega miklu máli,“ sagði Sólrún og  viðurkenndi að hún hafi mjög sterkar skoðanir á þessu.

„Mér finnst þetta svo pirrandi. Af því maður er svo þakklátur fyrir það að börnunum manns líður vel í skólanum. Við erum að tala líka um, þetta eru hvað eru þetta mörg ár, bara grunnskóli og leikskóli, þetta eru einhver sextán ár eða eitthvað, fimmtán ár?“

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán er gestur í fyrsta þætti af Fókus: „Þetta er líka spurning um arfleifðina sem þú skilur eftir þig“

Ásdís Rán er gestur í fyrsta þætti af Fókus: „Þetta er líka spurning um arfleifðina sem þú skilur eftir þig“
Fókus
Í gær

Íslandsvinkonan Mel B rokkar bikíni/nærfata-mæðgnamyndatöku

Íslandsvinkonan Mel B rokkar bikíni/nærfata-mæðgnamyndatöku
Fókus
Í gær

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“
Fókus
Í gær

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elizabeth Holmes brosti og hló þegar hún mætti til að hefja 11 ára fangelsisvist

Elizabeth Holmes brosti og hló þegar hún mætti til að hefja 11 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna