fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fókus

Hertogahjónin vænd um ýkjur og athyglissýki eftir umdeildan eltingaleik

Fókus
Miðvikudaginn 24. maí 2023 16:01

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogahjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle hafa enn og aftur vakið athygli, en slíkt gerist orðið svo oft að það varla telst til tíðinda lengur. Að þessu sinni varðar málið bílaeltingaleik sem átti sér stað fyrir um viku síðan er paparassa-ljósmyndarar eltu hjónin og bílalestina sem fylgir þeim. Hertogahjónin gáfu í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem þau sögðu að eltingaleikurinn hafi stofnað þeim í gífurlega hættu og hafi minnstu munað að illa færi og hafi eltingaleikurinn staðið yfir í um tvær klukkustundir. Talsmenn þeirra fyrirtækja sem paparassarnir unnu fyrir hafa þó einnig stigið fram og sagt að hertogahjónin séu að ýkja. Ljósmyndarar hafi veitt þeim eftirför en þar sem hertogahjónin ferðast með öryggissveit þá hafi enginn verið í nokkurri hættu. Eins hefur lögreglan tjáð sig um málið og sagt að eltingaleikurinn hafi verið frekar stuttur, hafi ekki leitt til neinna áverka, árekstra eða handtöku og ekki þætti tilefni til að rannsaka málið nokkuð frekar.

Eitt myndatöku fyrirtæki hefur jafnvel haldið því fram að það hefi verið öryggisverðir hertogahjónanna sem keyrðu glannalega. Heimildarmaður innan lögreglunnar hefur eins bent á að samkvæmt upptökum úr öryggismyndavélum þá hafi ljósmyndararnir ekki einu sinni verið á svörtum sendibílum, líkt og hertogahjónin vildu meina, heldur á hjólum. Enginn hafi verið á teljanlega miklum hraða heldur hafi þetta verið hægur eltingaleikur og hafi hertogahjónin verið komin heim á 20 mínútum, en ekki tveimur klukkustundum.

Þessar ólíku lýsingar á atburðum hafa gert það að verkum að hertogahjónin hafa verið sökuð um að hafa gert úlfalda úr mýflugu í því skyni að vekja á sér athygli. Hertogahjónin hafa orðið vör við þær ásakanir og brugðist við þeim, en talsmaður þeirra sagði:

Með fullri virðingu, en í ljósi sögu hertogans, þá þyrfti maður að hafa frekar lítið álit á parinu eða fólkinu sem tengist þeim til að trúa því að þetta hafi verið fyrir athygli. Í fullri hreinskilni finnst mér þetta andstyggilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“
Fókus
Í gær

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla