fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fókus

Spjallþáttadramað sem setti Bretland á hliðina – Bróður afneitað, grafið undan samstarfsmanni og kuldaleg kveðja

Fókus
Þriðjudaginn 23. maí 2023 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretland hefur verið á hliðina undanfarna viku vegna morgunþáttarins This Morning. Fyrst birtust fréttir þess efnis að bak við tjöldin ættu stjórnendur þáttarins, Holly Willoughby og Philip Schofield í deilum, þó svo að í sjónvarpinu virtist allt vera með felldu. Þau hafa stjórnað þættinum saman í 13 ár, en þættirnir eru sýndir á ITV sem er ein stærsta sjónvarpsstöðin í Bretlandi, fyrir utan BBC.

Glöggir áhorfendur tóku nýlega eftir því að þáttastjórnendur horfðust ekki lengur í augu. Þau snertu hvort annað minna og þrátt fyrir að þau hafi brosað framan í myndavélarnar hafi augljóslega mátt merkja kulda þeirra á milli.

Það var svo á laugardaginn sem tilkynnt var að Philip væri að yfirgefa þáttinn, eftir tveggja áratuga störf, en í tilkynningu var vísað til þess að undanfarnir dagar hefðu verið honum erfiðir.

Ruddust fram fyrir röð og Philip afneitaði bróður sínum

Holly og Philip voru löngum þekkt fyrir að eiga einstaklega vel saman sem þáttastjórnendur og fóru oft myndskeið af þeim í hlátursköllum á flug um netheima. Þeim tókst vel til að vekja áhuga áhorfenda og töluðu áhorfstölur sínu máli.

Það var svo í september á síðasta ári sem síga fór á ógæfuhliðina. Þá voru þau gagnrýnd fyrir að hafa heimsótt kistu Elísabetar drottningar og hafa ruðst framm fyrir röð syrgjenda sem margir höfðu beðið tímunum saman eftir að berja kistuna augum. Segja má að eftir það hafi friðurinn verið úti og fór almenningur að hafa horn í síðu þáttastjórnendanna og brugðust fjölmiðlar við þeim neikvæða áhuga með því að birta hverja fréttina á fætur öðrum um allt sem miður fór í kringum þau.

Sögusagnir fóru á flug um Philip, sem kom út úr skápnum árið 2020, sem og kjaftasögur um samband hans við eiginkonu sína, en þau eru skilin að borði og sæng en enn gift að lögum og virðast ekkert vera að flýta sér að ganga frá skilnaði. Ætlaði svo allt um koll að keyra í september á síðasta ári þegar Philip var sakaður um að hafa hafa grúmað ungan leiklistarnema. Almenningur tók andköf að maðurinn, sem aðeins tveimur árum fyrr hafði verið fagnað sem hetju fyrir að opna sig um kynhneigð sína, hefði í raun verið úlfur í sauðgæru. Fór sú saga milli bæja að Philip hefði greinilega ákveðið í flýti að koma opinberlega út úr skápnum því hann vissi að hneyksli væri í uppsiglingu. Leiklistarnemanum Mathew McGreevy var 18 ára gömlum boðið að koma í stúdíó This Morning til að kynnast starfinu. Þetta átti sér stað árið 2014. Hann hafi í kjölfarið verið ráðinn þangað sem íhlaupamaður og eyddi miklum tíma með Philip, og segir sagan að þeir hafi átt í kynferðislegu sambandi. Þeim lenti svo upp á kant við hvorn annan og hótaði McGreevy þá að greina fjölmiðlum frá sambandi þeirra.

Matthew

Bætti það svo gráu ofan á svart þegar bróðir Philips var í apríl fundinn sekur um að hafa kynferðislega misnotað dreng og segir sagan að Holly hafi ekki verið sátt við að Philip hafi ekki varað hana við áður en málið komst í fjölmiðla. Philip sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann afneitaði bróður sínum.

„Þetta eru ógeðfelld brot og ég fagna sakfellingunni. Hvað mig varðar þá á ég ekki lengur bróður.“

Philip hafði tekið sér leyfi frá störfum á meðan réttarhöld fóru fram í málinu, sem þótti nokkuð hugað af honum enda gengur sú saga í breska fjölmiðlabransanum að stórnendur eigi aldrei að fara í frí því þá sé hætta á því að staðgengill þeirra verði vinsælli. Og reyndust þær áhyggjur ekki tilhæfulausar því áhorfendur elskuðu Alison Hammond sem var meðal staðgengla Philips og kölluðu eftir því að hún yrði fastráðin því hún og Holly virkuðu svo vel saman. Er talið að Philip hafi tekið þessu ákalli illa og hafi samskipti hans við Holly kólnað verulega í kjölfarið. Engu að síður lýsti Philip því opinberlega að Holly hefði verið honum ómetanlegur stuðningur í gegnum erfiða tíma og væru þau bestu vinir og hún stoð hans og stytta.

Óskýrð illindi setja strik í reikninginn

Áfram héldu háværar sögur um meintar deilur þáttastjórnendanna. Afréð Philip þá að gefa út yfirlýsingu þar sem hann gekkst við því að undanfarnar vikur hefðu verið þungar. Sú yfirlýsing kom Holly að óvörum en hún hefur enn daginn í dag ekki tjáð sig opinberlega um meintar deilur sínar við Philip. Það stöðvaði fjölmiðla þá ekki frá því að birta frásagnir frá ónefndum heimildarmönnum. Þar sagði að Holly hefði leitað til framleiðenda þáttarins og tilkynnt að hún væri ekki mótfallin því að vinna þar áfram án Philips. Holly breytti einnig persónuupplýsingum um sig á Twitter og fjarlægði þar vísun til samstarfsfélagans.

Almennt þótti ljóst að þetta dúó væri búið að vera og þau gætu ekki starfað áfram saman. Þá var horft til aldurs þeirra, en Holly er rétt rúmlega fertug á meðan Philip er á sjötugsaldri. Þótt flestum því eðlilegt að eldri þáttastjórnandinn myndi víkja til að lægja öldurnar. Fjölmiðlar á borð við The Sun greindu frá minnkuðum áhorfstölum sem rekja mætti til þess að sambandið milli þáttastjórnendanna hafði súrnað. Philip tilkynnti því um helgina að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar þar sem ITV hefði tilkynnt honum og Holly að þetta ástand væri orðið ólíðandi.

„Ég hef alltaf verið stoltur af því að fjalla um hrífandi sögur í This Morning. En nýlega hefur This Morning orðið sagan. Í gegnum feril minn í sjónvarpi – þar á meðal í gegnum þessa seinustu erfiðu daga – hef ég reynt hvað ég get til að vera heiðarlegur og góður. Ég skil að ITV hafi ákveðið að núverandi ástand geti ekki haldið áfram, og ég vil gera það sem ég get til að vernda þáttinn sem ég elska. Svo ég hef ákveðið að stíga nú tafarlaust til hliðar frá This Morning í von um að þátturinn eigi bjarta framtíð fram undan. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt mig – sérstaklega dásamlegu áhorfendur This Morning – og ég sé ykkur öll á Sápuverðlaununum í næsta mánuði.“

Holly gaf út yfirlýsingu, eftir að Philip greindi frá ákvörðun sinni, sem netverjar og fleiri hafa kallað gífurlega ópersónulega og kalda.

„Hæ allir. Ég hef stjórnað This Morning í rúm 13 ár með Phil og ég vil nýta þetta tækifæri og þakka honum fyrir alla viskuna, reynsluna og húmorinn. Þessi sófi verður ekki eins án hans.“

Möguleg skýring fundin

Hafa fjölmiðlar nú leitað logandi ljósum að skýringu á ósættinu og taldi Daily Mail sig hafa fundið svarið. Á alþjóðlegum baráttu degi kvenna á þessu ári hafi Holly viljað fá bara kvenkyns gesti í þáttinn, og að hún myndi ein stýra. Þetta hafi hún fengið samþykkt hjá yfirmanni sínum. Philip hafi þó brugðist ókvæða við og leitað til yfirmanns yfirmannsins til að fá ákvörðuninni hnekkt. Þátturinn fór þá fram með þeim hætti að Holly byrjaði ein í stutta stund, en svo bættist Philip við. Er Holly sögð hafa orðið bálreið vegna þessa. Philip hefði grafið undan henni og yfirmanni þeirra.

Eftir þetta hafi Holly áttað sig á því að tími væri kominn til að hún hætti að standa í skugganum af Philip, og nú mun henni án efa takast ætlunarverkið, enda Philip horfinn á braut.

Fyrsti þátturinn án Philips fór í loftið á mánudag, en Holly var þó í fríi. Þar voru 30 sekúndur helgar því að kveðja Philip, sem mörgum þótti frekar furðulegt. Áhorfendur tóku eins eftir því að bæði Holly og Philip höfðu verið klippt út úr upphafstexta þáttanna og nöfnin ekki lengur að finna í titli þáttarins. Hvað það þýðir á væntanlega eftir að koma í ljós.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Í gær

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi
Fókus
Í gær

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna
Fókus
Í gær

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Í gær

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spennutryllir úr smiðju aðalframleiðanda Game of Thrones

Spennutryllir úr smiðju aðalframleiðanda Game of Thrones
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hollywoodstjarnan hugfanginn af Íslendingum- „Pínulítið skrýtnir, dásamlegir og áhugaverðir“

Hollywoodstjarnan hugfanginn af Íslendingum- „Pínulítið skrýtnir, dásamlegir og áhugaverðir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Breyttar væntingar vinnuveitenda til atvinnuleitenda

Breyttar væntingar vinnuveitenda til atvinnuleitenda