fbpx
Fimmtudagur 08.júní 2023
Fókus

Íslenskar konur afhjúpa hversu algengt það er að hafa aðgang að síma maka

Fókus
Mánudaginn 22. maí 2023 12:07

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villibráð sló í gegn í kvikmyndahúsum og er tekjuhæsta íslenska kvikmyndin síðan mælingar hófust árið 1992. Myndin fjallar um paramatarboð þar sem ákvörðun er tekin um að símar viðstaddra séu settir á borðið og öll skilaboð sem berast þurfa að vera lesin upp og öllum símtölum svarað á hátalara.

Guðrún Elsa Bragadóttir skrifaði kvikmyndagagnrýni um myndina sem birtist á RÚV og sagðist mæla gegn því að fólk myndi horfa á myndina með makanum sínum.

„Ég vil að lokum grátbiðja ykkur um að fara á myndina með einhverjum sem ykkur þykir afskaplega skemmtilegur og vara ykkur við því að taka makann með ef sambandið er ekki á góðum stað. Tja, nema þið viljið flýta fyrir endalokunum það er að segja,“ sagði hún.

Ein kona hlustaði ekki á ráð Guðrúnar og horfði á myndina með eiginmanni sínum. Eftir það fóru þau að ræða um aðgengi maka að síma hvors annars. Hún ákvað að stækka úrtakið og spurði konurnar inni í vinsæla Facebook-hópnum Mæðra Tips.

„Við hjónin erum að horfa á Villibráð og erum að velta fyrir okkur hversu algengt það er að hjón hafi ekki aðgang að síma hvors annars. Enginn að dæma bara forvitin,“ sagði hún.

Rúmlega tvö þúsund konur hafa tekið þátt í könnuninni þegar greinin er skrifuð.

Niðurstöður

72 prósent sögðust hafa aðgang að síma maka og öfugt, eða 1503 konur.

„Hann hefur aðgang að símanum mínum en ég ekki hans,“ sögðu 22 konur, 3 prósent, en engin kona sagðist hafa aðgang að síma maka og hann ekki hennar.

7 prósent, 159 konur, sögðust ekki hafa aðgang að síma maka og maki ekki aðgang að þeirra síma.

Að lokum sögðu 18 prósent, 388 konur, að þær og makar þeirra hafa aðgang að síma hvors annars en nýta það ekki.

Taktu þátt í könnun DV um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Húsnæðismarkaðurinn ógnar RIFF

Húsnæðismarkaðurinn ógnar RIFF
Fókus
Í gær

Gurrý afhjúpar hvað snyrtifræðingum finnst í raun og veru um brasilískt vax

Gurrý afhjúpar hvað snyrtifræðingum finnst í raun og veru um brasilískt vax
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar missa sig yfir nýjum myndum af Jennifer Aniston

Netverjar missa sig yfir nýjum myndum af Jennifer Aniston
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynjar Gauti var hundrað þúsundasti gesturinn á Níu líf

Brynjar Gauti var hundrað þúsundasti gesturinn á Níu líf