fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Íslenskar konur afhjúpa hversu algengt það er að hafa aðgang að síma maka

Fókus
Mánudaginn 22. maí 2023 12:07

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villibráð sló í gegn í kvikmyndahúsum og er tekjuhæsta íslenska kvikmyndin síðan mælingar hófust árið 1992. Myndin fjallar um paramatarboð þar sem ákvörðun er tekin um að símar viðstaddra séu settir á borðið og öll skilaboð sem berast þurfa að vera lesin upp og öllum símtölum svarað á hátalara.

Guðrún Elsa Bragadóttir skrifaði kvikmyndagagnrýni um myndina sem birtist á RÚV og sagðist mæla gegn því að fólk myndi horfa á myndina með makanum sínum.

„Ég vil að lokum grátbiðja ykkur um að fara á myndina með einhverjum sem ykkur þykir afskaplega skemmtilegur og vara ykkur við því að taka makann með ef sambandið er ekki á góðum stað. Tja, nema þið viljið flýta fyrir endalokunum það er að segja,“ sagði hún.

Ein kona hlustaði ekki á ráð Guðrúnar og horfði á myndina með eiginmanni sínum. Eftir það fóru þau að ræða um aðgengi maka að síma hvors annars. Hún ákvað að stækka úrtakið og spurði konurnar inni í vinsæla Facebook-hópnum Mæðra Tips.

„Við hjónin erum að horfa á Villibráð og erum að velta fyrir okkur hversu algengt það er að hjón hafi ekki aðgang að síma hvors annars. Enginn að dæma bara forvitin,“ sagði hún.

Rúmlega tvö þúsund konur hafa tekið þátt í könnuninni þegar greinin er skrifuð.

Niðurstöður

72 prósent sögðust hafa aðgang að síma maka og öfugt, eða 1503 konur.

„Hann hefur aðgang að símanum mínum en ég ekki hans,“ sögðu 22 konur, 3 prósent, en engin kona sagðist hafa aðgang að síma maka og hann ekki hennar.

7 prósent, 159 konur, sögðust ekki hafa aðgang að síma maka og maki ekki aðgang að þeirra síma.

Að lokum sögðu 18 prósent, 388 konur, að þær og makar þeirra hafa aðgang að síma hvors annars en nýta það ekki.

Taktu þátt í könnun DV um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“