fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

„Ég hef flutt með þessar litlu hetjur 9 sinnum á þessu tímabili og þau misstu allt sem þau áttu“

Fókus
Mánudaginn 22. maí 2023 11:20

Þórunn Antonía. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur verið að glíma við mikla erfiðleika undanfarið. Hún og börnin hennar tvö hafa verið á flakki í leit að öruggu húsnæði ísjö mánuði og hafa glímt við heilsuvanda vegna myglu sem var í leiguíbúð þeirra í Vesturbænum.

Nú virðist loksins vera ljós við enda ganganna. Þórunni tókst að selja einbýlishúsið sitt í Hveragerði en litla fjölskyldan þarf húsnæði á meðan salan gengur í gegn.

Söngkonan flutti til Hveragerðis árið 2019 en aftur í Reykjavík árið 2021. Hún hefur verið að leigja út eignina síðan þá.

„Kæru vinir og netverjar okkur vantar húsnæði sem allra fyrst. Við erum í skrýtinni stöðu, við erum að bíða eftir að sala gangi í gegn á húsi okkar i Hveragerði og þá get ég keypt öruggt, myglu og rakaskemmda laust húsnæði,“ segir hún í færslu á Instagram.

„Allt sem okkur hefur boðist hefur því miður verið rakaskemmt og myglað sem gerir okkur mjög lasin. Ég hef þurft öndunaraðstoð og ofnæmiskokteil í æð ásamt alvarlegum veikindum hjá okkur öllum af sökum myglu.“

„Hreinn flötur. Ný ævintýri,“ segir Þórunn Antonía, sem er bjartsýn þrátt fyrir allt sem hefur gengið á. Mynd/Instagram

Fjölskyldan hefur flutt margoft og vill Þórunn gefa börnunum sínum stöðugleika.

„Ég hef flutt með þessar litlu hetjur níu sinnum á þessu tímabili og þau misst allt sem þau áttu. Íbúð sem stendur eins og eitthvað tímahylki á Öldugötu og framkvæmdum þar enn ekki lokið frá október á seinasta þegar myglan kom upp. Eigur okkar voru ekki plastaðar eða verndaðar á þann hátt sem bjargar þeim þegar opnað var á skemmdirnar og við enduðum allslaus á vergangi,“ segir Þórunn sem heldur í vonina.

„Ég er þakklát og bjartsýn og með mikla seiglu og styrk, en við erum örmagna og þurfum skjól. Íbúð óskast strax í myglulausu húsnæði. Staðsetning skiptir ekki öllu. 1-3 mánuðir í minnsta. Ást út i alheiminn og takk allir sem hafa boðið okkur sófana sína og rúm eða gistingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“