fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Örlög bandarísku hermannanna sem flúðu til Norður Kóreu – Tólf tíma áróðursupptökur og gert að kvænast rændum konum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 1. apríl 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex bandarískir hermenn, við skyldustörf við landamæri Suður- og Norður Kóreu, tóku þá óvenjulegu ákvörðun að flýja yfir landamærin og tilkynna sig sem pólitíska flóttamenn í Norður Kóreu. Fimm þeirra á sjöunda áratugnum og einn á þeim níunda. 

Slíkt taldist, og telst enn, afa óvenjulegt þar sem straumur flóttamanna er almennt frá einræðisríkinu Norður Kóreu og kjósa fæstir að búa þar að frjálsum vilja. Hvað þá einstaklingar sem ólust upp í lýðræðisríki.

Hverjir voru þessir menn og hvað varð um þá?

Larry Abshier

Larry Allen Abshier

Larry Allen Abshier var á vakt við  landamæri Kóreuríkjanna í maí 1962 þegar hann tók þá afdrifaríku ákvörðun að ganga yfir hið ,,hlutlausa” svæði sem skilur að Suður og Norður Kóreu. Þótt hlutlaust sé, er svæðið fullt af jarðsprengjum og má Abshiher teljast heppinn að hafa lifa labbið af.

Abshier hafði ítrekað lent í klípu í hernum fyrir að reykja kannabis, drekka á vakt og láta sig hverfa, þá einna helst til að fara á kvennafar. Hann vissi að hans biði refsing og taldi af einhverjum ástæðum að það yrði auðveldara að flýja til Norður Kóreu en sæta mögulegri fangavist af hendi hernaðaryfirvalda.

Abshier var tekið fagnandi enda kærkominn til notkunar í áróðri. Hann kom fram í ríkissjónpari Norður Kóreu (enn er aðeins ein sjónvarpsstöð  í landinu, rekin af ríkinu) þar sem hann fór hörðum orðum um niðurlægjandi líf sitt í hinum andstyggilega her kapítalista.

Hann hélt einnig langar ræður um hungur og ömurð í heimalandi sínu en það má teljast vafasamt að hann hafi samið þær sjálfur.

Í hlutverki hin illa kapítalista

Abshier þótti tilvalinn til leiks í kvikmyndum, enda fátt um slíka, og lék hann ,,Vonda Kanann“ í fjölda áróðursmynda, framleiddum af einræðisrikinu.

Hann er meira að segja með sína eigin IMDB síðu.

Hann átti eftir að giftast tvisvar. Fyrri kona hans var tekin frá honum þegar uppgötvaðist að hún var með barni, en yfirvöldum var, og er, illa við að blanda norður kóresku blóð við vestrænt. Síðari kona hans var tælensk. Hélt sú fram til dauðadags að henni hefði verið rænt og flutt nauðug til landsins.

En þrátt fyrir sögur um að bandarískir flóttamenn lifðu lúxuslífi í einræðisríkinu var raunin sú að Abshier þurfti að lesa upp áróður eða leika í áróðursmyndum fyrir Kim Il-sung 12 tíma á dag og bjó í kofa, án hita og rafmagns og skorti of mat og fatnað.

Hann lést af völdum hjartaáfalls árið 1983.

Dresnok sem ungur hermaður.

James Joseph Dresnok

Líkt og Abshier þótti Dresnok ekki fyrirmyndarhermaður. Hann hafði brotið það margar reglur sem vaktmaður við landamærin að hans biðu réttarhöld.

Konan hans hafði yfirgefið hann og fannst Dresnok hann engu hafa að tapa og flúði ásamt Abshier til Norður Kóreu.

Hann var einnig notaður stíft í áróðurstilgangi. Andlit hans var á fjölda plakata, bóka og tímarita og líkt og Abshier kom hann fram í kvikmyndum sem hinn ,,illi kapítalisti”.

Dresnok var nokkuð fljótur að átta sig að lífið í Norður Kóreu var engan vegin sú draumaveröld sem hann hafði talið og fjórum árum síðar leitaði hann skjóls í sovéska sendiráðinu. Sovétmenn sögðu honum aftur á móti að éta það sem úti frysi, hann þyrfti að standa við sína ákvörðun.

Í heimildarmynd sem gerðu var um Dresnok árið 2006 sagðist hann hafa sætt sig við örlög sín og ákveðið að gera það besta úr stöðunni. Þar sem hann hafði reynt að flýja land var hann réttdræpur samkvæmt lögum Norður Kóreu en var sýnd sú mildi að halda lífi.

,,Ég fór smám saman að skilja fólkið í landinu og leið sífellt betur þar,” sagði hann í heimildamynd sem um hann var gerð árið 2006.

Ólíkt Abshier fékk Dresnek boðlega tveggja herbergja íbúð í höfuðstaðnum Pyongyang og var gert að kenna ensku.

Hann kvæntist tvisvar til viðbótar í Norður Kóreu. Fyrri kona hans hét Doina Bumbea og var frá Rúmeníu. Þau áttu saman tvo syni, Ted og James.

Samkvæmt fjölskyldu Doina var hún við listnám á Ítalíu þegar hún hvarf skyndilega og hélt bæði fjölskyldan svo og rúmversk yfirvöld því ávallt til streitu að henni hefði verið rænt þaðan í þeim tilgangi að giftast Dresnek.

Synir Dresnok tilkynna fráfall hans og sverja Norður Kóreu eið.

Doina lést úr krabbameini árið 1997 og var Dresnek þá úthlutað nýrri eiginkonu, Dada að nafni, og var sú dóttir norður kóreskrar konu og starfsmanns sendiráðs Togo.

Dresnek lést árið 2017 og var þá síðastur bandarískra hermanna í landinu.

Synir hans komu fram í sjónvarpi Norður Kóreu, heiðruðu föður sinn sem ,,traustan hermann Norður Kóreu” og sóru núverandi einræðisherra, Kim Jong-un, hollustu sína.

Jerry Wayne Parrish - Wikipedia

Jerry Wayne Parrish

Parrish gekk yfir í desember 1963 en það er lítið vitað um ástæðurnar þar að baki. Annar flóttamaður, Charles Robert Jenkins, skrifaði síðar bók og sagði að Parrish hefði ávallt sagt ástæðuna hafa verið ,,persónulega.“ Það eina sem hann sagði umfram það, var að færi hann heim til Bandaríkjanna ,,myndi tengdafaðir hans drepa hann.”

Parrish var ekki jafn velkominn og landar hans. Fannst yfirvöldum í Norður Kóreu þeir vera komnir með nóg af Könum í áróður

Þeim var því troðið saman í lítinn kofa, raunar eitt herbergi,  og gert í því að etja þeim hvern gegn öðrum. Það voru engin húsgögn í herberginu, ekkert vatn, rafmagn né hiti.

,,Við þurftum að sækja vatn langar leiðir hvern dag og var Dresnok skipað að berja mig daglega, sem hann virkilega naut að gera.

Parrish var einnig nýttur í áróður, kom fram í nokkrum kvikmyndum, og giftist konu frá Líbanon, sem ólíkt hinum eiginkonunum sagðist hafa komið til landsins sjálfviljug. Þau eignuðust þrjá syni sem allir búa í Norður Kóreu.

Svo virðist sem Parrish hafi séð mikið eftir ákvörðun sinni en gat lítið gert.

Hann var fastur í Norður Kóreu og þar sem yfirvöld vissu af vilja hans til að yfirgefa landið var honum gert lifið erfitt, hann bjó í hreysi og átti fjölskyldan oft vart til hnífs og skeiðar.

Hann lést af völdum blóðeitrunar árið 1997.

Annað kvöld verður saga hinna þriggja hermannanna sem flúðu til Norður Kóreu birt í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“