fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið

Fókus
Föstudaginn 31. mars 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur hefur komist að niðurstöðu í máli sem læknir á eftirlaunum, Terry Sanderson, höfðaði gegn leikkonunni Gwyneth Paltrow vegna skíðaslyss sem átti sér stað árið 2016.

Sanderson hafði farið fram á rúmar 428 milljónir í skaðabætur og sagði að Paltrow hefði borið ábyrgð á slysinu sem hafi valdið honum miklu tjóni, þá sérstaklega varanlegum heilaskaða sem hafi skert lífsgæði hans. mikið.

Paltrow gagnstefndi lækninum og hélt því fram að það hafi í raun verið hann sem olli slysinu og fór fram á 1 dollara í táknrænar bætur. Lögmenn Paltrow færðu rök fyrir því fyrir dómi að læknirinn væri aðeins á höttunum eftir peningum þar sem hann hefði áttað sig á því að Paltrow væri efnuð og fræg. Væri hann að ýkja tjónið sem hann hafi orðið fyrir og líklega megi rekja skert lífsgæði hans til hækkandi aldurs.

Lögmenn Sanderson leiddu fram fjölda sérfræðinga sem báru vitni um það að tjón hans hefði aðeins geta skýrst af því að Paltrow hefði lent aftan á honum og því væri ljóst að hún bæri ábyrgð á slysinu og tjóninu sem það olli.

Ekki gekk þetta þó upp hjá lækninum en kviðdómur féllst á gagnkröfur Paltrow og gerðu lækninum að greiða henni 1 dollara í bætur.

Sýnt var í beinni útsendingu frá málsmeðferðinni og mátti þar sjá hvar Gwyneth hallaði sér að lækninum eftir að niðurstaðan var lesin up og hvíslaði eitthvað að honum áður en hún yfirgaf dómsalinn.

Sanderson afhjúpaði sjálfur við fjölmiðla hvað hún sagði, sem var:„Ég óska þér velfarnaðar“ og svaraði Sanderson því – „Þakka þér elskan“

Sanderson sagði við fjölmiðla að þessi orð hafi hlýjað honum um hjartarætur og sagðist hann trúa því að hún væri einlæg í sínum málflutningi. Sanderson tók þó fram að hann hefði engu röngu haldið fram í málinu.

Paltrow hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún sagði að hún hafi litið svo á að málflutningur Sanderson hafi vegið að heilindum hennar og sé hún ánægð með niðurstöðuna og þakkaði dómara og kviðdómi fyrir þeirra störf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla
Fókus
Í gær

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka