fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Myndband: Barn reiðinnar – Beth var aðeins sex ára þegar hún kom fram í sjónvarpi og sagðist vilja myrða fjölskyldu sína

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 31. mars 2023 20:13

Beth leit út eins og engill en vildi bara myrða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beth Thomas leit út eins og lítill engill, þegar hún kom fram í heimildarmynd aðeins sex ára gömul. En þegar að þetta fallega, litla barn, tilkynnti sálfræðingi sínum í sjónvarpsviðtali, svipbrigðalaus, að hún vildi stinga kjörforeldra sína og bróður til bana í svefni fór hrollur um áhorfendur. 

Stjórnlaus ofsi

Heimildamyndinni var sjónvarpað árið 1990 og hét Child of Rage, eða Barn reiðinnar

Það var öllum ljóst að Beth litla hafði upplifað eitthvað skelfilegt sem hafði skapað þennan stjórnlausa ofsa sem innra með henni bjó. 

Beth og yngri bróðir hennar Jonathan, fæddust inn í skelfilegar aðstæður.

Móðir þeirra dó þegar þau voru ungabörn og hóf þá faðir þeirra að misnota þau kynferðislega. Systkinin voru vanrækt og svelt og á endanum tekin varanlega af heimilinu af yfirvöldum. Beth var þá 19 mánaða gömul.

Svo fór að systkinin voru sett í fóstur og svo ættleidd að hjónum, prestinum Tim og Julie konu hans. 

Tim og Julie ættleiddu systkinin.

Slasaði litla bróður sinn

Beth hafði þá verið greind með alvarlega tengslaröskun, sjaldgæft en alvarlegt heilkenni, sem lýsir sér í því að barn er óhæft um að geta myndað heilbrigt og eðlilegt samband við umönnunaraðila. Eða yfirleitt nokkra.

Tengslaröskun Beth stafaði af því gegndarlausa ofbeldi sem hún hafði þurft að þola af hendi sinna föður síns. Beth gat ekki fundið til tengsla, hvað þá kærleika, til nokkurrar manneskju. Ekki einu sinni lita bróður síns. 

Hún stakk nálum í hann, lamdi hann og var með kynferðislega tilburði í garð hans, sem hún hafði eflaust vitnað á heimili sinna líffræðilegu foreldra.

Beth drap einnig fugla og unga sem hún fann í garði kjörforeldra sinna, pyntaði hund fjölskyldunnar og hugsaði stöðugt um að myrða kjörforeldra sína og lita bróður í svefni, helst með með stórum hníf. 

Hún skaðaði einnig sjálfa sig. 

Beth leit út eins og engill en vildi bara myrða

Jonathan, litli bróðir Beth, slasaðist til að mynda afar alvarlega þegar að Beth skellti höfði hann ítrekar á steinsteypt gólf í þeirri von um að myrða hann. 

Þurftu að læsa Beth inni

Tim og Julie sögðust hafa þurft að grípa til þess ráðs að læsa hana inni í herbergi sínu á næturnar. Þau, svo og sérfræðingar sem talað var við, töldu raunverulegar líkur á að Beth, þótt aðeins sex ára væri, myndi láta verða af hótun sinni. 

Börn byrjað yfirleitt ekki að finna til raunverulegrar samkenndar fyrr en um sjö ára aldurinn en börn sem hafa orðið við viðlíka ofbeldi og Beth þurfti að þola, geta átt það á hættu að finna jafnvel aldrei til samkenndar, trausts eða iðrunar. 

Beth ásamt Nancy, kjörmóður sinni.

Of hættuleg

Beth var á endanum álitin of hættuleg til að búa hjá fjölskyldunni og svo fór að Tim og Julie slitu ætlleiðingunni, sögðust ekki hafa getu, þrek og þekkingu til að sjá um þetta veikt barn.

Á næstu árum fór Beth á milli stofnana og sérfræðinga, lengi vel án árangurs. En svo fór að hún náð að tengja við einn sálfræðinganna og eftir að hafa verið í meðferð í innan við ár var Beth hætt að slasa sjálfa sig og aðra og sá innilega eftir að hafa meitt litla bróður sin. 

Beth var aftur ættleidd, nú af konu að nafni Nancy Thomas, sem hafði fóstrað yfirr 100 börn sem flest þjáðust af tilfinningalegum röskunum og ættleiddi hún þrjú þeirra, meðal annars Beth. 

Beth Thomas

Beth í dag

Beth breyttist smám saman í hamingjusamt barn sem gat tjáð tilfinningar sínar. Hún átti aldrei eftir að sýna ofbeldisfulla hegðun aftur. Henni gekk afar vel í skóla og fór svo í hjúkrunarfræði. 

Hún sérhæfði sig í hjúkrun fyrirbura og hefur starfað við slíkt til frá árinu 2005. 

Beth Thomas er hamingjusamlega gift móðir í dag. Hún hefur skrifað tvær bækur ásamt kjörmóður sinni um tengslaröskun barna og hvernig henni tókst að skapa sér hamingjuríkt líf, þrátt fyrir skelfilega æsku. 

Hún heldur einnig öðru hverju fyrirlestra og er ráðgefandi í meðferð barna með alvarlega tengslaröskun. 

Hér má sjá heimildamyndina sem meðal annars inniheldur viðtalið við Beth sex ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“