fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“ 

Fókus
Fimmtudaginn 30. mars 2023 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jeremy Renner lenti í ársbyrjun í hrottalegu slysið þegar hann varð undir snjóbíl sínum. Hann stígur nú fram í fyrsta viðtalinu sem tekið hefur verið við hann frá slysinu. Hann ræddi um slysið við Diane Sawyer og sagði henni hvernig slysið bar að og hvernig líf hans er í dag. Viðtalið verður birt í heild sinni þann 6. apríl en nú hefur þegar verið birt smá brot.

Aðspurður um hvort hann muni eftir sársaukanum svaraði Renner: „Ó, ég man eftir öllu. Ég var með meðvitund allan tímann.“

Sawyer taldi þá upp áverkana sem hann hlaut sem voru meðal annars rúmlega 30 brotin bein og spurði Renner út í þá stund þegar hann sagði „afsakið“ við fjölskyldu sína á táknmáli þegar hann gat ekki talað eftir slysið.

„Já,“ sagði Renner þá eftir smá pásu og átti greinilega erfitt með að rifja þetta upp. En hann sagði að hann hefði valið það að lifa af.

„Þú ert ekki að fara að drepa mig. Engin leið.“

Renner þurfti að gangast undir fjölda aðgerða eftir slysið, en ástand hans var tvísýnt um tíma.

„Ég tapaði mikið af holdi og beinum í þessari lífsreynslu en það er búið að fylla mig af orku, ást og títaníum.“

Sawyer spurði hann þá hvort hann sjái sama manninn í speglinum í dag og hann sá fyrir slysið. Þá brosti Renner og sagði: „Nei, ég sé heppinn mann“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“
Fókus
Í gær

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR
Fókus
Í gær

Ástarsaga Hafdísar og Kleina byrjaði árið 2020 – Stalst út úr meðferð að næturlagi til að leita ástina uppi

Ástarsaga Hafdísar og Kleina byrjaði árið 2020 – Stalst út úr meðferð að næturlagi til að leita ástina uppi
Fókus
Í gær

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elizabeth Holmes brosti og hló þegar hún mætti til að hefja 11 ára fangelsisvist

Elizabeth Holmes brosti og hló þegar hún mætti til að hefja 11 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna