fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Gaf mömmu sinni kjöltudans á 20 ára afmælisdaginn

Fókus
Fimmtudaginn 30. mars 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danielle Bregoli, eða Bhad Babie eins og hún er kölluð í dag, var þrettán ára þegar hún öðlaðist frægð á einni nóttu í kjölfar þess að hún kom fram í spjallþætti Dr. Phil ásamt móður sinni. Hún var titluð sem „vandræðaunglingur,“ sögð vera „erfið í skapinu“ og „alltaf til vandræða.“

Eftir þáttinn var hún send á búgarðinn Turn-About Ranch, sem var fyrir vandræðaunglinga. Hún, ásamt fjölda fyrrverandi vistmanna búgarðsins, hefur nú stigið fram og greint frá ofbeldi sem hún var beitt á meðan dvöl hennar stóð og auk þess harðlega gagnrýnir hún Dr. Phil harðlega fyrir að senda hana og hina unglingana á þennan stað.

Í þættinum kom hún með frasann fræga: „Cash me outside, how ‘bout dat?“ og sló í gegn nánast yfir nóttu. Í kjölfarið sankaði hún að sér frægð og frama í gegnum samfélagsmiðla og tónlist.

Þegar hún varð átján ára stofnaði hún OnlyFans-síðu og græddi eina milljón bandaríkjadollara, eða 126 milljónir króna, á fyrstu sex klukkutímunum og sló þar með öll sölumet OnlyFans.

Bhad Bhabie og mamma hennar.

Erfitt samband

Samband Danielle og móður hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum.  Danielle átti erfiða æsku. Móðir hennar, Barbara Ann, ól hana ein upp en faðir hennar yfirgaf þær þegar Danielle var smábarn.

Hún og móðir hennar rifust heiftarlega og oft þróuðust rifrildin út í slagsmál. Hún viðurkenndi á sínum tíma: „Ég er frekar ofbeldisfull. Ég kýldi hana því hún vildi ekki láta mig í friði. Ég er annaðhvort að brjóta niður hurðina hennar eða hún að brjóta niður mína hurð. Ég hætti ekki fyrr en ég sé dæld í hurðinni.“

Móðir hennar sagði hegðun Danielle vera ástæðuna fyrir því að þær mæðgur enduðu í spjallþætti Dr. Phil.

Skjáskot/TMZ

Gaf mömmu sinni kjöltudans

Bhad Bhabie varð 20 ára þann 26. mars síðastliðinn og til að fagna stórafmælinu gaf hún móður sinni kjöltudans og „twerkaði“ upp við hana. TMZ greinir frá og birtir nokkrar myndir frá afmælisfögnuðinum.

„Hún lærði þetta ekki af mér því ég hef ekki hugmynd um hvernig á að gera þetta,“ sagði mamma hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla
Fókus
Í gær

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum

Stimpingar í streymisheimum – Stranger Things-stjarna sökuð um að vera meðalmanneskja sem slær undir beltisstað í deilum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka