fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Læknirinn réttlætti grunsamleg ummæli í tölvupósti með furðulegum hætti – „Ég er frægur“

Fókus
Þriðjudaginn 28. mars 2023 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfram heldur aðalmeðferð í máli sem læknirinn Terry Sanderson hefur höfðað gegn leikkonunni Gwyneth Paltrow, en hann hefur farið fram á rúmlega 428 milljónir í skaðabætur vegna skíðaslyss sem átti sér stað árið 2016 sem hann segir að leikkonan beri ábyrgð á.

Paltrow neitar sök og hefur stefnt lækninum í gagnsök og segir að það sé hann sem beri ábyrgð á slysinu. Paltrow fer fram á táknrænar bætur upp á 1 dollara og málskostnað sér að skaðlausu.

Aldrei orðið fyrir svona höggi áður

Paltrow var bitni á föstudaginn og þar hélt hún því fram að Sanderson hefði rekist á hana og valdið slysinu. Hún hafi ekki athugað ástandið á Sanderson eftir áreksturinn en hafi þó verið á vettvangi nægilega lengi til að sjá hann standa upp og segja að hann væri í lagi.

Nú hefur Sanderson borið vitni en hann segir að hann hafi verið að skíða í rólegheitunum og verið með full athygli á því sem hann var að gera.

„Ég man bara að allt var í fínasta lagi og svo heyrði ég eitthvað sem ég hef aldrei heyrt áður á svona skíðastað og það var skelfingar öskur….. og svo búmm. Það var eins og einhver hefði misst stjórn á sér og væri að fara að rekast á tré og deyja. Þetta er það sem ég hugsaði áður en ég varð fyrir högginu.“

Hann segir að höggið hafa verið beint á herðablöðin hans og þetta hafi verið þungt högg .„Ég hef aldrei orðið fyrir viðlíka höggi.“

Sanderson fór út í ásakanir sem leikkonan hefur lagt fram gegn honum um að hann sé að notfæra sér það að hún sé fræg og rík. Hann sagðist aldrei hafa stundað það að dýrka frægt fólk.

Skíðaleiðbeinandinn heyrði lækninn biðjast afsökunar

Skíðaleiðbeinandinn Eric Christiansen hefur einnig borið vitni í málinu en hann segist hafa séð aðdraganda og eftirmála slyssins, en þann daginn var hann að leiðbeina syni Paltrow, Moses, í skíðabrekkunni.

Christiansen segist ekki hafa veitt því eftirtekt að læknirinn væri meðvitundarlaus eftir slysið. Hann hefði heyrt lækninn biðja Paltrow afsökunar í tvígangog sagt við leiðbeinandann: „Hún bara birtist fyrir framan mig.“

Christiansen sagðist þó ekki hafa séð sjálft slysið.

Sanderson sagði þó í sínum vitnisburði að hann hafi, beint eftir slysið, heyrt reiðilega karlmannsrödd saka hann um að bera ábyrgð á slysinu. Þessi rödd hafi tilheyrt Christiansen. Sanderson segir að Christiansen hafi verið ákveðinn í því að læknirinn væri „vondi kallinn“ í þessum aðstæðum og reynt að kúga hann.

Christiansen tók fram að hvorki Paltrow né Sanderson hafi óskað eftir aðstoð á vettvangi, þrátt fyrir að slíkt hafi verið boðið.

Sagði annan persónuleika búa í líkama hans

Lögmenn Paltrow spurðu lækninn út í tölvupóst sem hann er sagður hafa setn dóttur sinni eftir slysið en þar mun læknirinn hafa sagt: „Ég er frægur“.

Sanderson útskýrði að sá póstur hefði verið sendur af öðrum persónuleika sem býr inn í líkama hans. Það væri Paltrow að kenna. Hann hafði einnig í tölvupóstinum gefið til kynna að til væri upptaka af slysinu úr GoPro-vél. Læknirinn neitaði þó fyrir dómi að slík upptaka væri til.

Hann sagðist í dag lifa allt öðru lífi heldur en fyrir slysið og glímdi við líkamlegar og andlegar afleiðingar. Slysið hafi valdið því að hann og kærasta hans til margra ára hættu saman. Hann væri farinn að loka sig inni, hefði misst allt sjálfstraust og glatað mörgum vinum. Hann hafi stefnt Paltrow því enginn væri að trúa því hversu alvarleg meiðsl hans hefðu verið og hann vildi koma staðreyndunum um slysið á framfæri.

Sanderson hefur haldið því fram að hann hafi fengið varanlegan heilaskaða eftir slysið og auk þess brotið nokkur rif. Slysið hafi umbreytt persónuleika hans og skaðað samband hans við vini, vandamenn og umheiminn.

Paltrow hefur haldið því fram að við slysið hafi hún orðið aum á hné, þurft að bóka sér tíma í nudd og misst af hálfum degi á skíðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar