fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Fókus

Ætlar ekki í fleiri fegrunaraðgerðir á andliti – „Ég er svo ljót“

Fókus
Mánudaginn 27. mars 2023 16:30

Mynd/Backgrid/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska glamúrfyrirsætan og athafnakonan Katie Price heitir því að gangast ekki undir fleiri fegrunaraðgerðir á andliti.

Katie, 44 ára, hefur farið í margar fegrunaraðgerðir í gegnum árin og hefur alltaf verið opin um þær. Hún hefur meðal annars farið sextán sinnum í brjóstastækkun og er núna með þau stærstu til þessa.

Sjá einnig: Katie Price með stærstu brjóstin til þessa eftir sextándu brjóstaaðgerðina

Hún hefur einnig gengist undir fjölda aðgerða á andliti en ætlar ekki í fleiri. Í viðtali hjá Jeremy Vine á Channel 5 um helgina sagði stjarnan að henni finnst hún „svo ljót“ og ætli þess vegna ekki að leggjast aftur undir hnífinn.

„Þegar ég var í förðun áðan, þá horfði ég í spegilinn og hugsaði: „Ég er svo ljót.“ Núna hugsa ég: „Ekki gera meira við andlitið þitt.“ Því þú veist, ég er komin með þetta „fegrunaraðgerðar útlit“, þar sem er augljóst að ég hafi lagst oft undir hnífinn. Ekki að það trufli mig, því ég gerði mér þetta sjálf. En stundum þarf maður aðeins að slaka á.“

Katie hefur farið í aðgerð á nefi, nokkrar andlitslyftingar, lagað tennurnar, fyllt í varir og fengið bótox svo fátt sé nefnt. Hún hefur einnig farið í augnlyftingu.

Sjáðu Katie í gegnum árin.

Árið 1995: Katie Price var þá sautján ára gömul.

1998: Katie var nýorðin tvítug.

2001: Katie var 23 ára og fór í fyrstu brjóstastækkunina tveimur árum áður.

2004: 26 ára Katie

2011: Katie hafði gengist undir þó nokkrar brjóstastækkanir en einnig brjóstaminnkun. Hún var hérna 33 ára.

2017: Árið sem hún fór í fyrstu andlitslyftinguna.

2018: Hún fór í aðra andlitslyftingu 40 ára.

2021: Katie fór til Tyrklands og gekkst undir fjölda aðgerða þar.

2023: Nýjustu myndirnar af stjörnunni.

Mynd/Backgrid/DailyMail
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt