fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fókus

Leikkonan greinir frá óhuggulegri athugasemd sem hún fékk frá „mjög þekktum leikara“

Fókus
Föstudaginn 24. mars 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Victoria Pedretti, sem er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Haunting of Hill House og You, deildi færslu á Instagram í gær sem hefur vakið mikla athygli.

Í færslunni, þar sem hún deildi nektarmynd af sér, sagði leikkonan að hún væri að fagna líkamanum sínum og það væri brandari að halda því fram að með því að vera látlaus gætu konur fengið vernd frá kynbundnu áreiti.

„Hvað er „nekt að hluta?“ Til hamingju með afmælið ég. Á afmælinu mínu í fyrra gekk „mjög þekktur leikari“ upp að mér í gleðskap og sagði: „Ég hef runkað mér yfir þér ótrúlega oft“. Ég var slegin yfir þessari framhleypni. Þetta sagði hann EFTIR að hann tjáði mér hvað hann VIRÐIR mig mikið sem leikkonu lol.“

Hún fagnaði svo líkamanum sínum og sagðist elska hann, enda væri hann hennar.

Victoria fór ekki nánar í saumanna á því hver þessi leikari er en færslan er nú horfin, en óvíst er hvort hún hafi eytt henni út sjálf eða hvort Instagram hafi gert það út af nektinni.

Netverjar voru þó fljótir að senda Victoriu stuðningskveðju og fordæmdu leikarann ónefnda.

„Hvers vegna myndi nokkur maður segja svona? Ógeðslegt,“ sagði einn.

„Þetta er algjörlega ógeðslegt og niðurlægjandi, á hún að líta á þetta sem hrós? Þetta er alveg út í bláinn og furðulegt,“ sagði annar.

Fleiri dæmi:

„Ég var í sama útskriftarárgangi og hún í grunnskóla og hún er í alvörunni yndisleg sál. Enginn á skilið svona bull, sérstaklega ekki hún.“

„Hvers vegna myndi nokkur halda að það sé viðeigandi að segja svona við aðra manneskju?“

Victoria var hvött til þess að nafngreina leikarann svo hann gæti skammast sín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ástarsaga Hafdísar og Kleina byrjaði árið 2020 – Stalst út úr meðferð að næturlagi til að leita ástina uppi

Ástarsaga Hafdísar og Kleina byrjaði árið 2020 – Stalst út úr meðferð að næturlagi til að leita ástina uppi
Fókus
Í gær

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“
Fókus
Í gær

Afhjúpar myrkt leyndarmál Gleðibankans – Ósagða sagan um svik og undanbrögð – „Hefur legið á mér eins og mara í gegnum árin“

Afhjúpar myrkt leyndarmál Gleðibankans – Ósagða sagan um svik og undanbrögð – „Hefur legið á mér eins og mara í gegnum árin“
Fókus
Í gær

Útskriftarmynd skiptir netverjum í fylkingar

Útskriftarmynd skiptir netverjum í fylkingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eliza­beth Hol­mes hefur af­plánun

Eliza­beth Hol­mes hefur af­plánun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get ekki hætt að sofa með bróður kærustu minnar“

„Ég get ekki hætt að sofa með bróður kærustu minnar“