fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Viss um að eiginmaðurinn sé að halda framhjá vegna þess sem hún fann undir rúmi

Fókus
Fimmtudaginn 23. mars 2023 20:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona er tortryggin eftir að hún tók eftir að eiginmaður hennar keypti nýja tegund af sleipiefni. En það var ekki það eina sem henni þótti grunsamlegt, heldur notaði hann aldrei umrætt sleipiefni með henni.

Konan leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Eiginmaður minn var með nýja tegund af óopnuðu sleipiefni í tösku sem hann geymir undir rúmi,“ segir konan.

„Við notum stundum sleipiefni þegar við stundum kynlíf en þetta var önnur tegund en það sem við notum vanalega og ég hef aldrei séð það áður. Síðast þegar við stunduðum kynlíf og þurftum smá sleipiefni þá opnaði hann skúffuna í náttborðinu sínu og náði í sleipiefnið sem við erum vön að nota.“

Konan er 50 ára og eiginmaður hennar 54 ára. Það eru tveir mánuðir liðnir síðan hún sá hitt sleipiefnið. „Hann hefur aldrei teygt sig í það og nú er það ekki lengur undir rúminu og ég hef miklar áhyggjur að þetta merki að hann sé að halda framhjá mér. Ég er miður mín,“ segir konan.

Deidre svarar konunni og gefur henni ráð.

„Þú ert að búast við því versta og draga ályktanir. En, þú átt ekki eftir að geta gleymt þessu svo þú þarft að tala við hann. Talaðu við hann og útskýrðu að þú hafir séð aðra tegund af sleipiefni, sem nú sé horfin, og það valdi þér áhyggjum. Svar hans mun annað hvort láta þér líða betur, eða ekki, en þangað til haltu ró þinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans
Fókus
Í gær

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins