fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hvernig Hollywood-stjarna breytti lífi heimilislausrar konu

Fókus
Fimmtudaginn 23. mars 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Zach Galifianakis er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Hangover kvikmyndunum vinsælu.

Hann vakti þó athygli fyrir áratug síðan fyrir nokkuð annað. Hann hjálpaði heimilislausri konu að koma sér upp heimili og borgaði svo leiguna fyrir hana þar til hún lést.

Zach hitti Elizabeth „Mimi“ Haist fyrst árið 1994 þegar hann heimsótti þvottahús (e. laundromat) í Santa Monica í Kaliforníu. Þar starfaði Mimi í sjálfboðavinnu og fékk stundum þjórfé frá viðskiptavinum að launum.

Heimilislaus eftir skilnaðinn

Saga Mimi var nokkuð sorgleg. Hún hafði verið húsfrú í úthverfi í Los Angeles og tveggja barna móðir. Allt breyttist svo þegar hún komst að því að eiginmaður hennar hafði verið henni ótrúr. Hún missti heimili sitt í skilnaðinum og bjó eftir það í bíl sínum, 50 ára að aldri.

Þegar peningarnir sem hún hafði fengið við skilnaðinn voru búnir var bíllinn hennar dreginn í burtu og eftir það endaði Mimi á götunni í Santa Monica.

Kvöld eitt fékk húsvörður í þvottahúsi , sem sá aumur á Mimi, leyfi frá yfirmanni sínum að hleypa Mimi inn í þvottahúsið og leyfa henni að gista þar. Mimi stökk á tækifærið og eyddi næstu áratugunum sofandi á plast stól milli þvottavéla á nóttunni og fékk svo þjórfé fyrir að brjóta saman þvott á daginn.

Þannig var staðan þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Yaniv Rokah rakst á hana fyrst. Kunningjar hans á svæðinu þekktu hana sem „drottninguna í Montana“ – en Montana var gatan þar sem þvottahúsið stóð.

„Ég man að ég hugsaði – Hver er þessi gamla kona sem vinnur í þvottahúsi sjö daga vinunnar? Og hvers vegna virðist hún alltaf svona glöð. Hér er ég að reyna að slá í gegn í Hollywood, vinn á kaffihúsi og hinum meginn við götuna er þessi raketta, klædd í bleikt, syngjandi og dansandi og algjör díva sem svo reyndist heimilislaus.“

Rokah ákvað að gera heimildarmynd um Mimi og vingaðist við hana. Verkefnið tók hann fjögur ár og hægt og rólega fór Mimi að treysta honum fyrir fortíð sinni. Hún átti til að mynda lengi vel erfitt með að viðurkenna það að hún væri heimilislaus.

Fann fyrir hana íbúð og tók hana með á rauða teppið

Að lokum uppgötvaði Rokah að hann var ekki sá eini úr kvikmyndaheiminum sem hafði vingast við Mimi. Zach Galifianakis hafði þekkt hana á tíunda áratugnum áður en hann sló í gegn. Hann hafði með tíð og tíma hætt að sækja þvottahúsið heim en hann gleymdi Mimi aldrei.

„Ég kenndi honum að þvo fötin sín,“ sagði Mimi við People árið 2016 í kjölfar þess að heimildarmynd RokahQueen Mimi, kom út.

Árið 2011 þegar Zach frétti að Mimi væri heimilislaus fann hann handa henni íbúð og borgaði fyrir hana leiguna. Hann fékk líka leikkonuna Renee Zellweger til að aðstoða sig við að innrétta íbúðina og til að kaupa í matinn fyrir Mimi. Zach tók hana einnig með sér á frumsyningu Hangover Part II og The Campain og Hangover III. Hann gætti þessi einnig að heimsækja hana þegar hann var staddur í Los Angeles og fara með hana í hádegismat.

„Ég hef stað til að búa á núna og mitt eigið rúm. Nú get ég fengið fjárhagsaðstoð svo það hjálpar mér að borga fyrir mat og borga símareikninginn. Ég fer samt í þvottahúsið á hverjum degi. Ég þvæ sjálf af  mér að sjálfsögðu, ég fer. þangað til að halda mér upptekni og kenna fólki að þvo fötin sín,“ sagði Mimi við People.

Hún sagði að fólk kannaðist nú við sig og kallaði hana stjörnu.

Rokah sagði að þegar hann hafi komist að því að Zach væri vinur Mimi hafi hann viljað fá hann til að taka þátt í myndinni. Fyrst hafi Zach verið tregur til þar sem hann vildi ekki að vinátta hans við Mimi yrði túlkuð sem eitthvað trikk til að öðlast vinsælda. En Mimi sannfærði hann þó á endanum.

„Það er minn heiður að þekkja þessa konu,“ sagði Zach í myndinni.

Mimi lést árið 2021, 95 ára að aldri.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð