fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 22. mars 2023 13:59

Jehane Thomas. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok-stjarnan Jehane Thomas er látin, aðeins 30 ára að aldri. Hún naut mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum og sýndi frá lífi sínu sem móðir. Hún skilur eftir sig tvo drengi.

Jehane lét lífið eftir margra mánaða ferli hjá læknum í leit að bata við rosalegum mígrenisköstum sem hún byrjaði að fá fyrir nokkrum mánuðum.

Vinir hennar hafa sett upp GoFundMe-síðu fyrir fjölskyldu hennar. Þar kemur fram að hún hafi verið bráðkvödd þann 17. mars síðastliðinn.

„Þrátt fyrir að hafa glímt við mígreni og veikindi síðustu mánuði bar andlát hennar með bráðum hætti og enginn bjóst við því, við erum öll miður okkar,“ sagði fjölskylduvinur hennar, Alyx.

„Börnin hennar tvö, Isaac (tæplega fjögurra ára) og Elijah (eins árs) hafa misst móður sína. Ég stofnaði þessa síðu í von um að safna smá pening svo drengir hennar geti átt góða æsku, skapað minningar og liðið vel. Ekkert mun bæta upp fyrir móðurmissinn en við vonum að þetta létti undir fjölskyldunni, vitandi hversu elskaðir þeir eru.“

@jehanethomas1 Replying to @Beckie 🎀 ♬ original sound – Jehane Thomas

Jehane birti myndband á TikTok nokkrum dögum áður en hún lést. Þar sagði hún frá því að hún væri komin aftur á sjúkrahúsið þrátt fyrir að hafa verið tiltölulega nýkomin heim eftir sex daga spítaladvöl. Hún var greind með sjóntaugabólgu (e. optic neuritis) sem kemur fram vegna bólgu eða taugaskemmda á sjóntaug.

„Ég er enn að bíða eftir því að komast í aðgerð. Ástæðan fyrir því að ég fór ekki í síðustu viku var því ég var með vökva inn í höfðinu,“ sagði hún og bætti við að hún væri mjög verkjuð.

„Ég get ekki lyft upp höfðinu án þess að verða veik og ég get ekki gengið. Ég þarf að fara út um allt í hjólastól.“

Áður en hún var lögð aftur inn á sjúkrahúsið birti hún færslu á Instagram þar sem hún opnaði sig um hversu erfitt það væri að vera í burtu frá drengjunum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jehane Thomas (@jehane_x)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans
Fókus
Í gær

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins